FF #14

8 Apr

Föndrið að þessu sinni var gert af nauðsyn. Ég hef verið að gera svo mikið af alls konar fyrirferðarmiklu hálsskrauti að ég varð að búa til e-n stað til að geyma þá á, svona skartgripahengi!

Ég fann gamlan, ljótan ramma í Góða hirðinum. Þar er oft hægt að gera ágætiskaup á römmum ef maður nennir að flikka upp á þá. Minn var meira að segja svolítið skemmdur sem mér finnst bara gera hann flottari, með meiri karakter.

Ég tók bakið úr rammanum, grunnaði hann og lakkaði silfurlitan. Hann er „Suzuki-grár“, því að ég stalst í lakkið sem pabbi notar á bílinn sinn 🙂

Ég keypti svo svokallaða gataplötu í Málmtækni. Það er hægt að fá alls kyns mynstur en ég keypti svona smáramynstur:

Af því að gataplatan er úr stáli og alveg glansandi ný lakkaði ég aðeins yfir hana með svörtu lakki til að gefa henni „eldra“ yfirbragði. Svo var hún klippt til inn í rammann:

Ég gekk frá gataplötunni með því að líma hana kirfilega inn í rammann. Hún fer ekki neitt!

Svo var ramminn hengdur upp.

Í Húsasmiðjunni keypti ég það sem heita S-krókar og líta út eins og S. Með þeim er lítið mál að breyta uppröðun og skipta út.

Það má líka hengja eyrnalokka í rammann því að smáragötin eru alveg nægilega stór, meira að segja fyrir klemmueyrnalokka.

Ótrúlega ánægð með afraksturinn 🙂

8 svör til “FF #14”

 1. Þórdís fræ apríl 8, 2010 kl. 08:50 #

  Þetta er eitt af því sniðugasta sem ég hef séð hjá þér Eyrún, glæsilegt!

 2. Rósa Gréta apríl 8, 2010 kl. 08:51 #

  Me like :oD

 3. Diljá apríl 8, 2010 kl. 08:51 #

  Beautiful 🙂

 4. Marín apríl 8, 2010 kl. 21:07 #

  töff töff töff! Og nauðsynlegt stöff!

 5. Anna Margrét apríl 13, 2010 kl. 13:42 #

  tryllingslega töff – seldu hugmyndirnar til Klúbbhússins svo þú fáir aura til að kaupa fleiri liti af lakki hehahhah . . . susukisilfur samt flott

 6. Dagný Ásta apríl 14, 2010 kl. 11:57 #

  þetta er ekkert smá sniðug hugmynd!
  alveg spurning um stórþjófnað sko *ehem*

  • eyrun apríl 14, 2010 kl. 16:02 #

   Um að gera að stela eins og þú getur 🙂
   Hugmyndirnar mínar fæ ég yfirleitt eftir bloggrúntinn á netinu, þannig að þetta er líka svona „stolið og stílfært“ hjá mér (hehe)

Trackbacks/Pingbacks

 1. FF #29 « … með límbyssuna að vopni! - júlí 22, 2010

  […] aðra útfærslu á skartgripahengi fyrir daginn í dag. Eins og þið munið kannski gerði ég svona skartgripahengi í […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: