Sarpur | 08:13

FF #15

15 Apr

Undanfarna viku hef ég verið alveg á kafi í vinnu og nánast EKKERT pælt í föndrinu, sem hefur bara ekki gerst lengi. Í dag er því svona hraðferðarföndur, hárband 🙂 Allt í allt tók þetta ekki nema svona hálftíma!

Það sem þarf er blúnda, borði til að skreyta og teygja. Ég keypti svarta teygju í hárið í Skarthúsinu á 300 kall og get notað hana í a.m.k. tvö hárbönd. Svo þarf saumavél og límbyssuna góðu!

Blúndan er fest á endann á teygjunni…

… sem er svo saumað saman í saumavélinni.

Ef þið eruð eins og ég þá eru endarnir ekkert til að hrópa húrra yfir. Það er hér sem borðinn kemur til sögunnar.

Smá borða er vafið utan um ljóta endann og límt. Miklu betra!

Svo má alveg skreyta smá. Ég átti svona plasthringi og tölu sem ég límdi bara á blúnduna.

Lítur ágætlega út, er það ekki? Kosturinn við svona hárbönd er að maður fær ekki hausverk eins og oft eftir spangirnar, sérstaklega eftir að hafa verið með þær í heilan dag í vinnunni!  (Þið afsakið þreyttu fyrirsætuna = vinnan)

Fleiri hugmyndir: Hér.