FF #15

15 Apr

Undanfarna viku hef ég verið alveg á kafi í vinnu og nánast EKKERT pælt í föndrinu, sem hefur bara ekki gerst lengi. Í dag er því svona hraðferðarföndur, hárband 🙂 Allt í allt tók þetta ekki nema svona hálftíma!

Það sem þarf er blúnda, borði til að skreyta og teygja. Ég keypti svarta teygju í hárið í Skarthúsinu á 300 kall og get notað hana í a.m.k. tvö hárbönd. Svo þarf saumavél og límbyssuna góðu!

Blúndan er fest á endann á teygjunni…

… sem er svo saumað saman í saumavélinni.

Ef þið eruð eins og ég þá eru endarnir ekkert til að hrópa húrra yfir. Það er hér sem borðinn kemur til sögunnar.

Smá borða er vafið utan um ljóta endann og límt. Miklu betra!

Svo má alveg skreyta smá. Ég átti svona plasthringi og tölu sem ég límdi bara á blúnduna.

Lítur ágætlega út, er það ekki? Kosturinn við svona hárbönd er að maður fær ekki hausverk eins og oft eftir spangirnar, sérstaklega eftir að hafa verið með þær í heilan dag í vinnunni!  (Þið afsakið þreyttu fyrirsætuna = vinnan)

Fleiri hugmyndir: Hér.

2 svör til “FF #15”

  1. Hilla apríl 15, 2010 kl. 10:04 #

    Sniðugt! Ég verð eiginlega að fara að gera hárskraut, mér finnst þetta alltaf líta út fyrir að vera svo einfallt og flott! Kannski ég geri það í næsta föndurheimsveldisfundi!

    Ég sá líka svo agalega fallegar spangir í rándýrri verslun á Kaupmannarhafanrflugvelli um daginn. Þær voru dýrar eins og flest í búðinni en við smá skoðun kom í ljós að þær eru afarauðveldar í framleiðslu, kannski ég skelli mér á þær fljótlega!

  2. Erla J apríl 15, 2010 kl. 23:29 #

    Mjög sniðugt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: