Sarpur | 08:27

FF #17 – fimmtudagsgjöfin!

29 Apr

Í dag ætla ég að brydda upp á örlítilli nýjung í Fimmtudagsföndrinu! Það er fimmtudagsgjöfin (spennóspennó! :))

Þá verð ég öðru hverju með gjöf fyrir heppinn lesanda sem kommentar hér á síðunni. Hugmyndin er frá systrunum flinku sem blogga á Systraseið. Vonandi líst ykkur vel á 😉

Til að kommenta skrollaðu neðst í færsluna og smelltu á Comment/Ummæli. Þar skilurðu eftir nafn og netfang (sem er ekki sýnilegt en notað til staðfestingar). Á mánudagsmorgun kl. 10 dreg ég svo úr innkomnum kommentum og sendi vinningshafanum gjöfina!!
—-

Föndrið í dag er nokkuð einfalt og bara mjög skemmtilegt helgarföndur fyrir alla – blúndueyrnalokkar!
Það eina sem þarf til eru blúndur – og nóg af þeim!!

Úr blúndugardínum sem ég fann í Góða hirðinum (en ekki hvað?) klippti ég falleg blóm og mynstur.

Til skreytingar má nota hvers kyns borða:

Ég keypti lítinn pakka með 20 eyrnalokkafestingum í Litum og föndri á tæpan 400 kr. Svo er festingin einfaldlega fest á blúnduna; það getur verið gott að nota skartgripatöng ef maður er ekki þeim mun handsterkari!

Eftir smá stund var framleiðslan komin á þetta stig:

Ég prófaði að stífa nokkrar blúndur í sykurvatni en þær sem ekki voru stífaðar komu alveg jafnvel út.

… bara svolítið fínt, er það ekki?

Einir svona litlir í lokin – þessar blúndur voru óstífaðar og mjúkar:


Þá er komið að fimmtudagsgjöfinni. Það eru þessir eyrnalokkar með fjólubláum borða. Þeir eru jafnstórir þeim með bleika borðanum. Nú er komið að ykkur að kommenta!

Hugmyndin er héðan.