Í dag ætla ég að brydda upp á örlítilli nýjung í Fimmtudagsföndrinu! Það er fimmtudagsgjöfin (spennóspennó! :))
Þá verð ég öðru hverju með gjöf fyrir heppinn lesanda sem kommentar hér á síðunni. Hugmyndin er frá systrunum flinku sem blogga á Systraseið. Vonandi líst ykkur vel á 😉
Til að kommenta skrollaðu neðst í færsluna og smelltu á Comment/Ummæli. Þar skilurðu eftir nafn og netfang (sem er ekki sýnilegt en notað til staðfestingar). Á mánudagsmorgun kl. 10 dreg ég svo úr innkomnum kommentum og sendi vinningshafanum gjöfina!!
—-
Föndrið í dag er nokkuð einfalt og bara mjög skemmtilegt helgarföndur fyrir alla – blúndueyrnalokkar!
Það eina sem þarf til eru blúndur – og nóg af þeim!!
Úr blúndugardínum sem ég fann í Góða hirðinum (en ekki hvað?) klippti ég falleg blóm og mynstur.
Til skreytingar má nota hvers kyns borða:
Ég keypti lítinn pakka með 20 eyrnalokkafestingum í Litum og föndri á tæpan 400 kr. Svo er festingin einfaldlega fest á blúnduna; það getur verið gott að nota skartgripatöng ef maður er ekki þeim mun handsterkari!
Eftir smá stund var framleiðslan komin á þetta stig:
Ég prófaði að stífa nokkrar blúndur í sykurvatni en þær sem ekki voru stífaðar komu alveg jafnvel út.
… bara svolítið fínt, er það ekki?
Einir svona litlir í lokin – þessar blúndur voru óstífaðar og mjúkar:
Þá er komið að fimmtudagsgjöfinni. Það eru þessir eyrnalokkar með fjólubláum borða. Þeir eru jafnstórir þeim með bleika borðanum. Nú er komið að ykkur að kommenta!
Hugmyndin er héðan.
Þetta er snilldar hugmynd hjá þér 🙂
Þeir eru æði! 🙂
kv. KP
Þetta er æðislegt! Frábært í gjafir.
Ótrúlega flottir. Svona þurfum við Diljá að eignast!
Þú ert alveg blúnducrazy 🙂 flottir eyrnalokkar
Þetta er alveg stórsniðug hugmynd og ódýr!
alveg brilljant hugmynd! og enn kemur skartgriparamminn að góðum notum, hann er líka algjört æði! 😀
ég alveg elska fimmtudaga því þá er fimmtudagsföndrið þitt komið inn.. þú ert alveg ótrúlega klár og flott stelpa.. Finnst samt pínu skrítið að ég skuli aldrei hafa rekist á þig í Góða Hirðinum, ég er soldið mikið þar líka 🙂
Mjög flott!
Var einmitt í morgun að boða út fagnaðarerindið sem bloggið þitt er. Lét Berglindi í Bóivíu vita og Birnu á símanum. Báðar kolfallnar fyrir þér geri ég ráð fyrir 🙂
Flottir! Og skartgripahengið náttúrulega snilld 🙂
Algjör snilld! og ekkert smá einfallt.
Eyrún, þú hefðir tapað þér á markaðinum sem ég fór á í Brussel á sunnudaginn. Þar var bás með engu nema blúndum allveg í lange baner!!
Og þú keyptir ekkert???!!! Hefðir getað átt í afmælisgjafir fyrir mig fyrir lífstíð! 🙂
Þetta er geggjaðslega flott. Ætla að kafa ofan í efnispokann frá henni ömmusystur minni um helgina, mig rámar í að þar hafi verið slatti af blúnduefni. Svo er spurning um að fara í íbúðina hjá ömmu og afa og fjarlægja blúndugardínurnar 🙂 Koma þessu svo á þig þar sem ég er svo lítill föndrari.
Vá, fallegir eyrnalokkar og þvílíkt hugmyndaflug sem þú hefur 🙂
Þetta er stórglæsilegt! Ég vildi að ég væri jafn myndarleg og þú Eyrún! Hvar sækir maður annars um í föndurheimsveldinu? Má ég vera memm næstu 2 vikur á meðan ég er á landinu svo ég geti föndrað eitthvað skemmtilegt í fríinu mínu? 😀
ohh já ég VERÐ að komast í blúnduleiðangur bráðum, mig klæjar alveg sjúklega í að fara að gera svona…. arg! tímaskortur! en jæja, ´ég hlýt að geta gert þetta um helgina einhvern veginn 🙂
Þú hefur alveg endalausar hugmyndir. Það öfunda þig örugglega margir af hugmyndaauðginni þinni.
Virkilega sniðugt og flott föndur. Þetta langar mig til að prófa 🙂
Rosalega sniðug hugmynd hjá þér :o)
Ótrúlega sniðug og einföld hugmynd! Kemur vel út líka 🙂