Sarpur | 09:02

FF #18

6 Maí

Takk fyrir frábærar viðtökur í síðustu viku. Eins og ég sagði á Facebook, var dreginn út vinningshafi í Fimmtudagsgjöfinni og það var Karen Pálsdóttir en hún sendi þetta komment:

Í fimmtudagsföndrinu í dag gerði ég hálsmen úr prjónuðum strokki með glerperlum. Það er hægt að kaupa prjónaða strokka t.d. í A4 í metravís og þeir kosta ekkert mikið. Ég átti svo glerperlur í poka sem ég notaði í festina.

Ég notaði svo bara samlitan tvinna og nál og saumaði stokkinn saman eftir hverja glerkúlu.

Ég skildi svo dálítinn spotta eftir, saumaði endann saman og setti í tölu.

Mjög ánægð með árangurinn 🙂

Fyrr í vetur prófaði ég það sama með gulum strokki. Þá hafði ég hann styttri en saumaði svo við band sem ég gerði úr gömlum stuttermabol.

Til að fela samskeytin setti ég svona yo-yo og tölu með smá tjulli.

Þarna var ég reyndar með plastperlur sem virka held ég betur, glerkúlurnar verða dálítið þungar, allavega ef maður er með festina í heilan dag! 🙂