Sarpur | 16:00

FF #19

13 Maí

Föndrið í dag gerði ég reyndar fyrir um hálfu ári síðan og gaf það í jólagjöf. Það voru landakortsglasamottur.

Ég keypti ódýrar glasamottur á nytjamarkaðnum í Mörkinni á 100 kr. stk.

Síðan sneið ég niður af gömlu landakorti sem ég átti (hafði keypt í Góða hirðinum fyrir slikk).

Ég límdi kortið á glasamotturnar með dobbelteipi og lakkaði svo með glæru föndurlakki yfir. Við það urðu kortin dálítið upphleypt en það lagaðist eftir að þær þornuðu.