Sarpur | 09:01

FF #20

20 Maí

Æ, ég hef nú verið sáttari við föndur en læt þetta flakka. Ég hef verið að prófa mig áfram með að breyta fötum, sem hefur kannski ekki alveg gengið eins vel og ég vonaði. Ég er ekki mikil nákvæmnismanneskja í saumaskapnum og finnst betra að slumpa bara. Þið getið ímyndað ykkur hvað það skilar oft góðum árangri 🙂

En ég ætlaði sumsé að sauma mér kjól með því að sauma neðan á hlýrabol. Hljómar einfalt ekki satt?

Ég fékk gamlan jersey-kjól hjá mömmu sem var skósíður (og reyndar af systur minni) og ákvað að nota neðrihlutann af honum.

Ég mældi bara hlýrabolinn og títaði neðrihlutann á og saumaði. Ekki fegursta saumspor sem ég hef séð, ég átti pínulítið í erfiðleikum með fellingar, kann ekki alveg á svoleiðis…

Svona lítur hann þá út að endingu:

Ég setti smá jó-jó-dúllu framan á til að fela versa saumaskapinn, en þið sjáið hvernig þetta er annars.

Bara svona fjarska-fallegt held ég … og ég get alveg notað hann í sumar!