FF #20

20 Maí

Æ, ég hef nú verið sáttari við föndur en læt þetta flakka. Ég hef verið að prófa mig áfram með að breyta fötum, sem hefur kannski ekki alveg gengið eins vel og ég vonaði. Ég er ekki mikil nákvæmnismanneskja í saumaskapnum og finnst betra að slumpa bara. Þið getið ímyndað ykkur hvað það skilar oft góðum árangri 🙂

En ég ætlaði sumsé að sauma mér kjól með því að sauma neðan á hlýrabol. Hljómar einfalt ekki satt?

Ég fékk gamlan jersey-kjól hjá mömmu sem var skósíður (og reyndar af systur minni) og ákvað að nota neðrihlutann af honum.

Ég mældi bara hlýrabolinn og títaði neðrihlutann á og saumaði. Ekki fegursta saumspor sem ég hef séð, ég átti pínulítið í erfiðleikum með fellingar, kann ekki alveg á svoleiðis…

Svona lítur hann þá út að endingu:

Ég setti smá jó-jó-dúllu framan á til að fela versa saumaskapinn, en þið sjáið hvernig þetta er annars.

Bara svona fjarska-fallegt held ég … og ég get alveg notað hann í sumar!

8 svör til “FF #20”

 1. Hlíf maí 20, 2010 kl. 09:15 #

  Ég er alveg eins og þú með saumaskapinn og slumpið. Saumsporin mín verða líka svona fjarska falleg.

  Mér finnst þetta samt hinn sætasti kjóll! Góð hugmynd.

  p.s. dreymdi þig í nótt. Við vorum vitaskuld á júróvisjón:)

  • eyrun maí 20, 2010 kl. 10:11 #

   Já, við erum líka sennilega ekki þær einu. Ég er líka að yfirvinna áralanga óbeit mína á saumavélum. Það gengur hægt.

   Bráðum verður það ekki draumur – bráðum verðum við á Júróvisjón! 😉

 2. obbosi maí 20, 2010 kl. 09:35 #

  flott hugmynd, en það er alltaf svolítið erfitt að sauma með jersey, mér er ekki að ganga nógu vel með það heldur, en svo las ég einhverstaðar að það eigi að nota spes nál, sem er með kúlu á oddinum, þarf að ath það betur 😉

  Sigrún Haf

 3. Þórdís maí 20, 2010 kl. 10:21 #

  Mjög flott Eyrún!

 4. hildurflovenz maí 20, 2010 kl. 10:22 #

  Til að yfirstíga óttan þarf maður að prófa og það sannst hér með að fyrsta skrefið og ef ekki annað er unnið í saumavéla fóbíunni!

  Glæsilegur kjóll þrátt fyrir skakka sauma, þetta er bara eins og heimagerðu kökurnar, ekkert gaman að allt líti út eins og það sé gert af fagmanni 🙂

 5. Ýrr maí 21, 2010 kl. 12:25 #

  Sææællll, geggjuð hugmynd!
  ….ég þarf að komast einhverstaðar í saumavél og stela hugmyndinni! 😉
  Ekki að ég kunni að sauma 😛

 6. Salvör Lú maí 27, 2010 kl. 09:53 #

  Frábært!
  Og þessi kjóll…do I remember 😉

 7. Krumma júní 3, 2010 kl. 20:06 #

  Hæ föndurskvísa

  Þetta er voða fínn kjóll hjá þér og ég er að fara að fá þessa hugmynd lánaða hjá þér hehe!! Við verðum svaka fínar í sumar ;o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: