Sarpur | 18:03

FF #21

27 Maí

Fimmtudagsföndrið í dag er í seinna lagi og ég biðst afsökunar á því en það er sent út beint úr pressutjaldinu við Telenor-höllina í Osló þar sem ég er að fylgjast með Eurovision!

Föndrið er líka í takt við það – og ég gerði það áður en ég fór út.

Ég bjó til íslenskafánaspangir til að skarta á keppnisdaginn. Ég gerði nokkrar sem við tókum með vinkonurnar. 

Það sem ég notaði var blá spöng sem ég keypti í Tiger, fánaborði sem fæst í öllum föndurbúðum, smávegis af tjulli og yo-yo-rósettur sem ég gerði úr efnisafgöngum og hafði í fánalitunum!

Þetta límdi ég svo allt saman á spangirnar og hafði þær mismunandi. Þessu skörtuðum við svo á undankeppninni og verðum með þetta líka á aðalkeppninni.

Hér gildir sko að vera vel merktur með íslenska fánanum! 🙂