FF #21

27 Maí

Fimmtudagsföndrið í dag er í seinna lagi og ég biðst afsökunar á því en það er sent út beint úr pressutjaldinu við Telenor-höllina í Osló þar sem ég er að fylgjast með Eurovision!

Föndrið er líka í takt við það – og ég gerði það áður en ég fór út.

Ég bjó til íslenskafánaspangir til að skarta á keppnisdaginn. Ég gerði nokkrar sem við tókum með vinkonurnar. 

Það sem ég notaði var blá spöng sem ég keypti í Tiger, fánaborði sem fæst í öllum föndurbúðum, smávegis af tjulli og yo-yo-rósettur sem ég gerði úr efnisafgöngum og hafði í fánalitunum!

Þetta límdi ég svo allt saman á spangirnar og hafði þær mismunandi. Þessu skörtuðum við svo á undankeppninni og verðum með þetta líka á aðalkeppninni.

Hér gildir sko að vera vel merktur með íslenska fánanum! 🙂

8 svör til “FF #21”

 1. obbosi maí 27, 2010 kl. 18:07 #

  Snilld 🙂

 2. Karen P. maí 27, 2010 kl. 18:10 #

  Hilla var með svona í partýi um síðustu helgi og mér finnst þetta SNILLD!
  Bara vertu fljót að fá einkaleyfi og koma þessu í framleiðslu og fara að selja áður en fleiri stela hugmyndinni!:)

 3. Íris maí 27, 2010 kl. 18:38 #

  Þetta er æði, ég væri til í svona fyrir 17. júní!

  kv. Íris D

 4. Marín maí 28, 2010 kl. 09:22 #

  algjört æði! og án efa mega hitt fyrir 17.júní!

 5. Sigrún S maí 28, 2010 kl. 14:59 #

  Þú ert náttúrulega ekkert eðlilega sniðug Eyrún

 6. erla J maí 31, 2010 kl. 01:48 #

  Svo flott, takk fyrir mína spöng og takk fyrir samveruna í Osló, þetta var frábært. Verst að ég mundi ekki eftir spönginni á laugardaginn, aulinn ég, en hún verður notuð aftur að ári í Berlín!!! Haggi!

 7. Hildur Jóna maí 31, 2010 kl. 10:32 #

  Frábær hugmynd, bjó mér einmitt til svona hárskraut, að vísu með kambi í stað spangar.
  Var svo náttúrulega lang flottust í Júróvisjón partýinu með eitt þýskt og eitt íslenskt 🙂

 8. Bergþóra S maí 31, 2010 kl. 15:00 #

  Rakst á síðuna þína fyrir tilviljun. Fimmtudagsföndrið þitt er frábært og er búið að gefa mér fullt, fullt af hugmyndum til að föndra í sumar 🙂
  Hlakka til að skoða næstu fimmtudagsföndrin þín 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: