Sarpur | 23:32

FF #22

3 Jún

Ég er alltaf öðru hverju að gera spangir – eins og sást í síðustu viku. Ætla hér með að láta flakka nokkrar myndir af þeim!

1. Fyrir dömuboð. Ég notaði aðferðina úr þessu jólaföndri til að búa til blómið. Keypti spöngina í Tiger, límdi á hana blúndu og blómið og ofan á það gamlan eyrnalokk sem hafði brotnað. Marglita garnið keypti ég í Europris – fannst það of flott til að nota ekki! 🙂

2. Einföld með slaufu. Slaufan einfaldlega límd á mjóa spöng. Mjög fín og smart t.d. við svart.

3. Rauð yo-yo spöng. Svipuð og íslenska-fána-spöngin, yo-yo-dúllurnar hafðar marglitar og límdar ofan á tjullbút og blúndu. Skemmtilegt að setja tölur með líka.

4. Fílt-blóm. Til að búa til þessi fíltblóm þarf að gera svona. Þetta er nú ekki mikið mál og gaman að finna ólíkar tölur og hnappa til að setja ofan á. Blómin eru svo bara límd á spöngina.

– Endalausir möguleikar á hárspöngum! Nú er bara að finna eitthvað fyrir sumarið 🙂