FF #23

10 Jún

Föndrið í dag skorar ekki hátt á hagnýtniskalanum, eins og sumt af því sem ég hef verið að gera áður… og er meira kannski svona skraut. Ég held mig þó við endurnýtinguna 🙂

Í dag föndra ég pinwheel horse ribbon-orður, ef svo má kalla. Þið kannist við þær því að þær eru gerðar til að festa á eyrun á verðlaunahestum!

Það sem ég notaði er ýmis konar pappír og úrklippur, límstifti, borðar og límbyssan góða!

Ég byrjaði á því að fletta gömlum blöðum og klippti út skemmtilegar setningar og tölur.

Ég festi númerin og orðin á sterkara karton – og líka á eina svona viðartölu!

Harmonikkupappírsorðan sjálf er afskaplega einföld að gerð: pappírinn klipptur niður í langar ræmur (t.d. lengdin á einu A4 blaði) og breiddin er smekksatriði. Síðan er búturinn brotinn sundur og saman eins og harmonikka.

Að því loknu eru endarnir tveir festir saman með lítilli límrönd úr límbyssunni og þá er þetta orðinn harmonikkuhólkur. Til að gera hann hringlaga er hann opnaður varlega eins og blævængur.

Erfiðast getur reynst að festa harmónikkuorðuna í hring, sérstaklega ef pappírinn er þykkur. Ég setti smá límbyssulím inn í miðjuna – og til að vera alveg safe límdi ég smá pappírsbút yfir sárið.

Þá getur þetta litið svona út:

Á síðunni Style Me Pretty sem er síða helguð brúðkaupsundirbúningi eru sýndar svona pappírsdúllur með tölum í miðjunni í staðinn fyrir pappaspjald – og það kemur ekki síður vel út! Skemmtilegt og ódýrt skraut fyrir brúðkaup!

Ég gerði nokkrar týpur t.d. úr landakorti:

Svo er nítjánda sætið náttúrulega mikið í umræðunni þessa dagana 🙂 Bjó til eitt með tölunni 19 og íslenska fána-borða neðan úr. Hera hefði kannski átt að fá svona orðu?

Það er líka minnsta mál að skella öryggisnælu aftan á svona pappaorðu og nota sem barmmerki!

Héðan kemur innblásturinn minn fyrir daginn í dag!

4 svör til “FF #23”

 1. erla J júní 10, 2010 kl. 10:21 #

  skemmtilegt, hvar fannstu þessi gömlu blöð?

  • eyrun júní 10, 2010 kl. 10:25 #

   Rakst á þau í Góða hirðinum, nema hvað? 🙂 50 kr. blaðið þar!

 2. Hildur júní 10, 2010 kl. 10:45 #

  Þetta er snilld, gæti veirð mjög skemmtilegt að búa til svona fyrir partý eða matarboðsgesti!

  Ég er samt ekki allveg að fatta hvað gerist frá því að maður brýtur blaðið saman og þar til það kemstí hring!

  Kv. Hildur

  • eyrun júní 10, 2010 kl. 11:13 #

   Það er pínu erfitt að lýsa því… og ég átti í mestu vandræðum með að taka myndir með lím á öllum puttum! 🙂
   Málið er að opna þetta eins og blævæng en festa saman á endunum með lími. Þetta verður líka að vera nokkuð strekkt svo að orðan verði fallegur hringur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: