FF #24

17 Jún

Gleðilegan þjóðhátíðardag, Íslendingar!
Í fyrsta sinn á ævinni föndraði ég alla nóttina. Púllaði all-nighter með límbyssunni og sjónvarpinu. Ástæðan er sú að ég verð með föndrið mitt á Rútstúni í Kópavogi á 17. júní-hátíðinni í dag. Fyrirvarinn var stuttur og ég átti ekki mikið til „á lager“, satt að segja bara sáralítið.

Ég er í fyrsta sinn að „framleiða“, hef bara verið að gera fyrir mig og í tækifærisgjafir. Það verður gaman að sjá hvernig gengur. Ég verð allavega með ýmis konar spangir:

Svo gerði ég dálítið af eyrnalokkum til að selja. Þeir eru hvítir og gráir blómaeyrnalokkar úr blúndum með marglitum borðum. Takið eftir því hvað miðarnir eru fínir 🙂

Af því að það er 17. júní, gott veður og fánarnir blakta við hún ákvað ég að gera slatta af fánaspöngum. Þær eru hvítar, rauðar/bleikar og bláar með yo-yo-dúllum, fánaborðum og blúndum eða tjulli.

Njótið dagsins í góða veðrinu! Hvet ykkur öll að kíkja við í Kópavoginum og heilsa upp á mig!

Eitt svar til “FF #24”

  1. Helga júní 17, 2010 kl. 10:59 #

    Þetta er frábært hjá þér! Ég ætla að mæta og kapa og kaupa og kaupa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: