Sarpur | 09:05

FF #25

24 Jún

Mig hefur lengi langað að búa mér til krítartöflu sem er svona skemmtilega retró og sæt, eins og t.d. þessi hér eða þessi. Ég lét verða af því fyrir fimmtudagsföndrið í dag og keypti mér gamlan ljótan ramma í Góða hirðinum og lakkaði hann upp. Svo lenti ég í smá vandræðum því að ég fann hvergi plötu til að mála. Mér var sagt að ég þyrfti svokallaða „masónít“-plötu, svipaða þessu:

Þær var bara hægt að kaupa í 4 m plötum í byggingarvöruverslunum, og voru eftir því dýrar – og það var ekki alveg málið! Á endanum fór ég styttri leiðina: Keypti mér einfaldlega eldgamla krítartöflu af ca. þeirri stærð sem ég vildi í Góða hirðinum (kostaði 100 kall!) og sagaði hana til!

Gamla platan var orðin mjög ljót og því ákvað ég að lakka hana með krítartöflumálningu. Hana fékk ég bara í Byko og 1 lítri kostaði tæpar 2000 kr. Ég lakkaði svo bara töfluna nokkrum sinnum til að fá fallega áferð.

Þegar platan var tilbúin límdi ég hana í rammann með epoxy-lími, einhverju sterkasta lími sem ég hef fundið – og maður notar t.d. til að líma postulín.

Að lokum skreytti ég rammann smávegis, setti t.d. stafina okkar ÁPB:

Svo get ég bara farið að nota fínu töfluna mína – fyrir innkaupalista, minnisatriði og almenn og hressileg skilaboð: 🙂