FF #26

1 Júl

Föndrið í dag er ótrúlega fljótlegt og hagnýtt.

Ég veit ekki með ykkur en ég er alltaf að vandræðast með nálarnar mínar þegar ég er að sauma. Hingað til hef ég geymt þær á stórum nálapúða en það er vægast sagt ópraktískt, sérstaklega þegar maður þarf að ferðast með dótið.  Ég fann mjög skemmtilegar leiðbeiningar um nálabók hjá föndurkonunni Kelly Rachel og ákvað að deila henni með ykkur hér.

Nálabókin er hugsuð sem lítið veski sem hægt er að opna eins og umslag með fílt-„blaðsíðum“ þar sem nálarnar eru geymdar. Útlit nálabókarinnar má nálgast hér. Það sem þarf er tvenns konar efnisbútar fyrir innra og ytra byrði veskisins, 2 fíltbútar og lítill efnisbútur sem má nota sem frímerki. Saumavélin er nauðsynleg ásamt dökkum og ljósum tvinna (eða sem passar við efnið) og ég hafði straujárnið líka við hendina.

Ég byrjaði á því að klippa út formið, bæði fyrir veskið sjálft (innra og ytra byrði), fíltsíðurnar tvær og frímerkið. Svo straujaði ég vel efnið, áður en ég títaði frímerkið fast við ytra byrðið. Ég saumaði það svo fast og svo línurnar þrjár sem líta út eins og heimilisfang utan á umslaginu 🙂

Svona leit þetta þá út:

Næst braut ég fíltið saman í miðjunni og títaði niður á efnisbútinn sem átti að vera inni í veskinu. Svo renndi ég þessu í gegnum saumavélina og passaði að loka vel í báða enda (sauma fram og til baka).

Þá er maður kominn með tvö stykki: ytra byrðið með frímerki og línum og innra byrði með ásaumuðum fíltsíðum. Því næst sneri ég réttunum saman á þessum tveimur stykkjum og festi með títuprjónum. Þetta var svo saumað saman með neutral-tvinna, ég notaði hvítan. Passið bara að skilja eftir smá gat til að geta snúið veskinu við á réttuna.

Ég klippti svo í hornin og gekk frá röngunni og sneri við á réttuna. Nú er gott að strauja aftur og sauma svo með fínu spori þá hlið sem skilin var eftir opin.

Hliðarnar eru straujaðar niður og brotnar saman eins og um umslag sé að ræða:

Þá er veskið bara tilbúið! Fullkomið til að geyma allar óþægar nálar sem vilja týna tölunni þegar maður skilur þær eftir hér og þar…

Ég ætla að ganga betur frá veskinu við tækifæri og setja á það smellu. Þangað til nota ég bara öryggisnælu til að loka 🙂

3 svör til “FF #26”

  1. Kristrún Helga júlí 1, 2010 kl. 09:33 #

    Úúúuú æði! 🙂

  2. Hildur júlí 1, 2010 kl. 10:15 #

    Þetta er náttúrlega snilld! Að föndra undir föndurdótið sitt!

  3. erla J júlí 1, 2010 kl. 19:38 #

    Mjög góð hugmynd sem maður þarf að framkvæma við tækifæri, ekki spurning.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: