Sarpur | 08:35

FF #27

8 Júl

Föndur dagsins er einfalt endurvinnsluföndur sem ég fann meðal annars hér. Ef þú átt gamlar rispaðar vinylplötur sem þvælast bara fyrir, væri nú óvitlaust að nýta þær í svona föndur: vinylplötuvasa!

Það sem þarf er ein gömul vinylplata, e-s konar skál sem þolir hita og ofn.

Skálin er sett á ofnplötu. Ég notaði sósuskál úr stáli sem hafði kringlóttan botn og var sæmilega há.

Vinylplatan er sett ofan á skálina og inn í ofn.

Ofninn er stilltur á 100°C. Bið ykkur að afsaka skítuga eldavél – ég var í miðjum bökunarklíðum og datt í hug að nýta ofninn meðan hann var heitur 😉

Eftir nokkrar mínútur hefur platan bráðnað örlítið og lekur þá niður. Þá er hún tekin út úr ofninum.

Ég notaði svo ofnhanska til að móta skálina örlítið og lét hana svo kólna. TILBÚIN!

Eins og gefur að skilja er tæplega hægt að bera fram súpu í þessari skál – það er jú alltaf gat í botninum! En það væri nú t.d. hægt að gera smart ávaxtaskál…

… eða fjarstýringageymslu eins og á mínu heimili 🙂