Föndur dagsins er einfalt endurvinnsluföndur sem ég fann meðal annars hér. Ef þú átt gamlar rispaðar vinylplötur sem þvælast bara fyrir, væri nú óvitlaust að nýta þær í svona föndur: vinylplötuvasa!
Það sem þarf er ein gömul vinylplata, e-s konar skál sem þolir hita og ofn.
Skálin er sett á ofnplötu. Ég notaði sósuskál úr stáli sem hafði kringlóttan botn og var sæmilega há.
Vinylplatan er sett ofan á skálina og inn í ofn.
Ofninn er stilltur á 100°C. Bið ykkur að afsaka skítuga eldavél – ég var í miðjum bökunarklíðum og datt í hug að nýta ofninn meðan hann var heitur 😉
Eftir nokkrar mínútur hefur platan bráðnað örlítið og lekur þá niður. Þá er hún tekin út úr ofninum.
Ég notaði svo ofnhanska til að móta skálina örlítið og lét hana svo kólna. TILBÚIN!
Eins og gefur að skilja er tæplega hægt að bera fram súpu í þessari skál – það er jú alltaf gat í botninum! En það væri nú t.d. hægt að gera smart ávaxtaskál…
… eða fjarstýringageymslu eins og á mínu heimili 🙂
Snilld, þetta er bara næstum því eins og iittala vasi! 🙂
Hahahaha… ég myndi nú kannski ekki taka svo djúpt í árinni!
Geeeðveikt! Ótrúlega sniðug gjöf fyrir tónlistarbrjálæðinga.
Já einmitt, þekkir þú einhvern? Sem á kannski þrítugsafmæli í lok júlí?
Skemmtilegt! 🙂
Minnir mig á Friends. „What do you like to do?“ „Melt things.“
Hehe.
Hehe…:)
Ohh.. bara sniðugt fyrir fjarstýringarnar.. Sniiiillld 😉
Þetta er mjög flott og passar einstaklega vel fyrir fjarstýringarnar. Ég fæ samt einhvernvegin alltaf pínu íllt í hjatað þegar plötur eru eyðilagðar, eða upprunalegur tilgangur þeirra!
Skil þig alveg Erla mín – hefði kannski átt að vara þig við! En stundum er þessum gersemum bara ekki viðbjargandi og of mikið rispaðar til að hægt sé að njóta þeirra á fóninum…
Vá þetta er ótrúlega töff og hrikalega einfalt!
Annars fannst mér nú bara fyrsta myndin líka flott föndur, líma bara gamla vinilplötu á skálina og nota sem bakka :o)
Rakst á síðuna þína… man nú eiginlega ekki hvar, en það skiptir svo sem ekki öllu
Ég pannt fá svona fjarstýringageymslu þegar þú verður fræg… svona specially made by Eyrún…
Mig vantar einmitt svona fínerí fyrir mínar 5 stykki sem eru iðulega týnar í sófanum, undir sófanum eða herbergjum krakkanna svo ég tala nú ekki um þegar ég loksins finn þær uppi í gluggakistu í eldhúsinu…
knús á þig sæta mín