Sarpur | 08:01

FF #28

15 Júl

Föndrið í dag var gert handa lítilli afmælisskvísu og er ein enn útfærslan á yo-yo-unum sem ég hef til dæmis notað í spangir áður, eins og hér. Þetta er armband úr yo-yo-um með tölum. Ég missti reyndar af tækifærinu að taka mynd af henni með armbandið (því að hún var rokin af stað) en í staðinn er hérna mynd frá Zakkalife þaðan sem ég fékk hugmyndina:

Fyrst þarf að búa til yo-yo. Á þessari síðu eru ágætar kennsluleiðbeiningar. Yo-yoin eru svo saumuð saman, eins og Zakkalife sýnir:

Þau eru svo saumuð í lengju og tölurnar ofan á.

Síðasta talan í lengjunni er jafnframt talan sem festir armbandið saman. Ég bjó til litla lykkju undir yo-yo-ið sem er svo smeygt yfir töluna:

Svona leit litla armbandið svo út – ekki á handlegg! 🙂