Sarpur | 08:17

FF #29

22 Júl

Ég gerði aðra útfærslu á skartgripahengi fyrir daginn í dag. Eins og þið munið kannski gerði ég svona skartgripahengi í apríl.

Föndrið í dag er gert á samskonar hátt – eyrnalokkahengi. Hugmyndin er af síðunni Pearl, Handcuffs and Happy Hours:

Ég keypti lítinn skrautlegan ramma í Góða hirðinum og hænsnanet í metravís í Byko.

Ég límdi svo hænsnanetið aftan á og þykkt karton sem ég plastaði aftan á það. Þannig er hægt að hengja upp eyrnalokkana án þess að stinga í gegnum kartonið.

Að lokum límdi ég lítinn hanka aftan á rammann til að hengja upp. Afraksturinn leit svona út: