Sarpur | 08:33

FF #30

29 Júl

Í föndrinu í dag bjó ég til hárskraut sem ég skreytti með fíltblómum og tölum. Leiðbeiningarnar við að gera fíltblómin eru hér og felast í því að klippa fíltið út, saumað það saman að neðan og draga saman þannig að það myndi blóm. Talan er svo saumuð í miðjuna og fíltbútur límdur á bakvið.

Ég gerði litla stelpuspöng með tveimur blómum…

… líka hárbönd fyrir enn minni stelpur sem vilja samt vera fínar! Bætti við smá tjulli og öðrum lit…

… og svo gerði ég líka svona spöng fyrir mig með svörtum og rauðum blómum! Ótrúlega sniðugt og einfalt, væri hægt að nota til að skreyta föt og fleira 🙂