FF #35

2 Sep

Í gær föndraði ég svolítið fyrir haustið. Það er í rauninni viðeigandi því að það er farið að dimma á kvöldin og orkureikningarnir að hækka (!) að búa til kertastjaka fyrir sprittkerti. Ég er líka forfallinn blúndufíkill og ákvað að nýta mér hugmynd sem ég sá hér, að stífaðri blúndu sem kertastjaka.

Ég átti auðvitað blúndu/dúllu og ákvað að móta hana eftir ílöngum blómavasa/stjaka sem ég á. Annað sem ég þurfti var bara stífisprey (ég keypti þetta hérna). Í hugmyndinni hér að ofan er notast við þykkt lím og það er auðvitað hægt að gera líka.

Ég byrjaði á því að vefja smá Vitawrapi utan um vasann svo að stífispreyið skemmdi hann ekki. Ég tyllti honum svo upp á krukku því að dúllan var lengri en vasinn. Það er líka gott að hafa e-ð undir þessu svo að spreyið skemmi ekki borð eða undirlag.

Svo er það stífispreyið…

… og spreyjað og spreyjað. Ég gjörsamlega gegnbleytti dúlluna og reyndi svolítið að móta hana í fellingum á meðan hún var enn blaut.

Ég lét hana standa svona yfir nótt og tók hana svo af vasanum. Með Vitawrapinu er það frekar auðvelt. Nú er dúllan alveg stíf en til að gera hana enn „massívari“ þarf að spreyja fleiri umferðum af stífelsi.

Svo er bara að kveikja á kertum og hafa það huggulegt. Ég vil samt benda á að passa þarf ofsalega vel upp á kertin því að svona dúllur bleyttar í stífelsi geta auðveldlega fuðrað upp ef óvarlega er farið!

Hafið það gott í skammdeginu!

3 svör til “FF #35”

 1. Karen P. september 2, 2010 kl. 10:21 #

  Þetta er mjög fallegt! Tilvalin tækifærigjöf.

  Ætli svona stífisprey sé ekki mjög eldfimt…? 🙂

  kv.

  • eyrun september 2, 2010 kl. 13:32 #

   Gæti verið, Karen. Kannski má lakka yfir eða e-ð til að auka eldvarnir 🙂

   • Hlíf september 2, 2010 kl. 15:31 #

    Unaðs fagurt. Hvar kaupir maður svona stífisrpey (hmm, kannski í föndurbúðum?;).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: