Sarpur | 08:49

FF #36

9 Sep

Föndrið í dag er smávegis „meik-over“ á gamalli peysu sem ég var eiginlega hætt að nota. Þetta er svona týpísk golla en það var kominn ljótur blettur í stroffið á annarri erminni.

Svona leit hún út fyrir breytingu:

Ég klippti síðan bara stroffið af…

… og stytti ermarnar í 3/4.

Til að hressa upp á peysuna saumaði ég litla blúndu í hana

… og setti rjómalitar bryddingar á ermarnar í leiðinni!

Lítið mál – og fyrir vikið nánast ný peysa! Ekki slæmt 🙂