Sarpur | 09:28

FF #39

30 Sep

Fyrir daginn í dag föndraði ég dálítið sængurgjafar-/skírnarkort.

Ég á útsaumsmynstur úr gömlu dönsku blaði þar sem hægt er að sauma kornabarn, fermingardreng og stúlku, brúðhjón o.fl. og hef gert dálítið af því að sauma svona út.

Það sem þarf er pappi fyrir kortið, útsaumuð mynd, lítill dúkahnífur til útskurðar, skraut og lím/límbyssa.

Fyrst bjó ég til kortið…

… og merkti svo fyrir myndinni

Ég skar svo út með dúkahnífnum.

Til að gera kortið svolítið skemmtilegra klippti ég út úr gamalli nótnabók (Góði hirðirinn) og límdi framan á kortið.

Útsaumsmyndin er límd á pappa og aftan á forsíðu kortsins. Lokapunkturinn var svolítið skraut neðst á kortið.

Til að fela fráganginn (límið o.fl.) límdi ég pappír aftan á forsíðuna.

Og þá er kortið tilbúið fyrir kveðjuna til nýburans eða skírnarbarnsins 🙂

Þetta fermingarkort gerði ég í vor eftir sama mynstri – fyrir fína fermingarstúlku!