Sarpur | 09:27

FF #40 – fimmtudagsgjöfin!

7 Okt

Í dag langar mig að endurtaka það sem ég gerði í sumar – FIMMTUDAGSGJÖFINA! Í þetta sinn er föndur dagsins jafnframt fimmtudagsgjöfin. Þetta er smá leikur sem ég vildi gjarnan að þú, lesandi góður, tækir þátt í.

Það sem þú þarft að gera er:
1. Lesa póstinn
2. Skilja eftir nafn og skilaboð um að þig langi að taka þátt í athugasemdum/kommentum. Það er allt í lagi þó að þú skoðir þetta blogg bara stundum eða þekkir mig ekki persónulega – það er alltaf gaman að fá komment 🙂
3. Fylgjast með hér á blogginu eða á Facebook, því að kl. 10 á mánudagsmorgun (11.10.2010) dreg ég einn heppinn lesanda út sem fær fimmtudagsgjöfina senda í pósti! 🙂

Nú, eigum við þá að vinda okkur í föndur dagsins?

Ég er alltaf pínu svag fyrir landakortum og ýmsum möguleikum þeirra (hefurðu kannski tekið eftir því? Bendi þér á þetta og þetta). Ég sá mjög skemmtileg hjörtu gerð úr landakortum á þessari síðu hér og datt í hug að það væri sniðugt að prófa þau og velja skemmtilega staði á íslenskum kortum.

Það sem þarf eru gömul og sjarmerandi landakort, saumnál og þráður og smá tróð/efni.

Ég byrjaði að klippa út skapalón fyrir hjartað:

Svo klippti ég út úr kortunum hjörtu á réttum stöðum, tvö hjörtu fyrir hvert:

Hjörtun eru svo saumuð saman á kantinum til að gera eitt. Passa þarf að skilja eftir smávegis gat á einum stað til að setja tróðið í:

Ég notaði tróð úr gömlu bómullarefni.

Þegar hjörtun eru tilbúin verða þau skemmtilega bústin!

Ég festi svo bönd í þau og þau sóma sér vel sem hvers kyns skraut, t.d. upp á vegg, á pakka o.fl.

Mundu að kvitta fyrir lesturinn – og til að taka þátt í leiknum! Fylgstu svo spennt/-ur með á mánudaginn! 🙂