FF #40 – fimmtudagsgjöfin!

7 Okt

Í dag langar mig að endurtaka það sem ég gerði í sumar – FIMMTUDAGSGJÖFINA! Í þetta sinn er föndur dagsins jafnframt fimmtudagsgjöfin. Þetta er smá leikur sem ég vildi gjarnan að þú, lesandi góður, tækir þátt í.

Það sem þú þarft að gera er:
1. Lesa póstinn
2. Skilja eftir nafn og skilaboð um að þig langi að taka þátt í athugasemdum/kommentum. Það er allt í lagi þó að þú skoðir þetta blogg bara stundum eða þekkir mig ekki persónulega – það er alltaf gaman að fá komment 🙂
3. Fylgjast með hér á blogginu eða á Facebook, því að kl. 10 á mánudagsmorgun (11.10.2010) dreg ég einn heppinn lesanda út sem fær fimmtudagsgjöfina senda í pósti! 🙂

Nú, eigum við þá að vinda okkur í föndur dagsins?

Ég er alltaf pínu svag fyrir landakortum og ýmsum möguleikum þeirra (hefurðu kannski tekið eftir því? Bendi þér á þetta og þetta). Ég sá mjög skemmtileg hjörtu gerð úr landakortum á þessari síðu hér og datt í hug að það væri sniðugt að prófa þau og velja skemmtilega staði á íslenskum kortum.

Það sem þarf eru gömul og sjarmerandi landakort, saumnál og þráður og smá tróð/efni.

Ég byrjaði að klippa út skapalón fyrir hjartað:

Svo klippti ég út úr kortunum hjörtu á réttum stöðum, tvö hjörtu fyrir hvert:

Hjörtun eru svo saumuð saman á kantinum til að gera eitt. Passa þarf að skilja eftir smávegis gat á einum stað til að setja tróðið í:

Ég notaði tróð úr gömlu bómullarefni.

Þegar hjörtun eru tilbúin verða þau skemmtilega bústin!

Ég festi svo bönd í þau og þau sóma sér vel sem hvers kyns skraut, t.d. upp á vegg, á pakka o.fl.

Mundu að kvitta fyrir lesturinn – og til að taka þátt í leiknum! Fylgstu svo spennt/-ur með á mánudaginn! 🙂

14 svör til “FF #40 – fimmtudagsgjöfin!”

 1. IMB október 7, 2010 kl. 09:52 #

  Svo sneddy

 2. Helga október 7, 2010 kl. 10:08 #

  Þetta er voðalega kjút en ég fer bráðum að hafa áhyggjur af þessari landakortadýrkun þinni!

  • eyrun október 7, 2010 kl. 10:10 #

   Nú, einhvern veginn verð ég að fá útrás fyrir ferðabakteríuna! Ekki er ég á leiðinni til útlanda neitt á næstunni! 🙂

 3. Erla október 7, 2010 kl. 10:37 #

  Mjög flott – eins og alltaf Eyrún 🙂

 4. erla J október 7, 2010 kl. 10:46 #

  Verrí næs. Svo ótrúlega skemmtilegt að nota svona landakort í föndur. Svo skemmtilegrir litir í þeim.

 5. Hilla október 7, 2010 kl. 15:42 #

  Vá hvað þetta er flott! Og mig langar í. Ég elska þetta landakortaföndur allt saman.

 6. Þóra október 7, 2010 kl. 16:16 #

  Vá elska landakorta föndrið… Hvernig er það er hægt að leggja inn pöntunn ?? Finnst þetta með velkominn dæminu alveg geðveikt töff. 🙂

 7. Karen P. október 7, 2010 kl. 16:23 #

  Kjörið á jólatré jafnvel!

  • Ellý Kristjánsdóttir október 7, 2010 kl. 16:50 #

   Ég skoða síðuna þína reglulega, það er svo margt sniðugt sem þú föndrar;) Hjörtun eru ferlega krúttleg;)

 8. Þóra Katrín október 7, 2010 kl. 20:01 #

  Snilldar hugmynd, flott hjá þér! Klæjar bara í fingurna við að skoða þetta 🙂

 9. Hlíf október 7, 2010 kl. 20:15 #

  Mjög sætt:)

 10. Pálína október 8, 2010 kl. 02:05 #

  Finnst landakortaföndur mjög kúl!

 11. Emilía október 8, 2010 kl. 08:30 #

  ohhh svo fallegt og fínt hjá þér alltaf..

 12. Dagný Ásta október 8, 2010 kl. 20:59 #

  þetta er stórsniðugt hjá þér!!! flott að setja uppáhalds landshlutana á hjörtun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: