Sarpur | 09:08

FF #41

14 Okt

Ég lagði loksins í að sauma mér annan kjól – í þetta sinn kjól úr tveimur stuttermabolum (double t-shirt dress). Þetta var sum sé hugmyndin sbr. myndina hér að neðan (tekin af Burdastyle.com) en aðlöguð og staðfærð svolítið.

Það sem þarf til eru tveir stórir stuttermabolir (helst karlmanna og helst í XL-XXL), skæri og saumavél.

Til að byrja með er hálsmálið klippt af báðum stuttermabolunum…

… annar þeirra kemur nefnilega til með að verða neðri hluti kjólsins (pilsið) og hinn efri hlutinn – með stórum kraga 🙂

Ef við byrjum á neðri hlutanum þá eru ermarnar klipptar til og saumaðar saman til að mynda grunna vasa. Með því að sauma þetta svona við efri hlutann koma þessir skemmtilegu vængir í efnið yfir mjaðmirnar.

Ég púlla hins vegar engan veginn svoleiðis aukavídd á mjaðmirnar og vildi aðeins breyta sniðinu á kjólnum og laga að mínum líkamsvexti. Þess vegna ákvað ég að nota neðri bolinn bara sem strokk, þ.e. klippti af ermarnar.

Ég breytti líka aðeins og saumaði saman renning af svörtu jersey-efni til að nota á milli bolanna tveggja, undir brjóstin.

Af minni takmörkuðu reynslu af saumaskap hef ég komist að því að jersey-efni er ekki það skemmtilegasta að sauma. Best er að ganga frá saumnum þannig að efnin eru saumuð saman með sikksakki og over-lockað yfir endana. Annars er hætta á að saumaspretta verði þegar farið er í kjólinn og það teygist á efninu.

Fyrst saumaði ég svarta strokkinn við efri hluta kjólsins og svona kom það út:

Ég bætti svo neðri hlutanum neðan við svarta strokkinn og þá kemur þetta nokkurn veginn svona út:

Eins og sést er kraginn mjög stór og hægt að leika sér með hann á ýmsa vegu!

Þetta væri t.d. hinn fullkomni Airwaves-kjóll: Léttur og hægt að svitna í honum í trylltum dansi 🙂