FF #42

21 Okt

Föndrið í dag er útsaumaður dúkur (löber) sem ég kláraði í sumar og langaði að sýna ykkur. Ég saumaði hann með krosssaumi í grábrúnan hör og notaði hvítan og dökkgráan þráð.

Mér finnst ofsalega gaman að sauma út en HRIKALEGA leiðinlegt að ganga frá stykkjunum þegar saumnum er lokið. Svo leiðinlegt reyndar að ég er með heilu staflana af ókláruðum verkefnum hjá mér sem þarf bara örlítið að ganga frá.

Ég hef sko yfirleitt fengið mömmu til að hjálpa mér með þessa praktísku hluti en ákvað að reyna að bjarga mér sjálf núna eftir að hafa fengið sömu leiðbeiningarnar þúsund sinnum! 🙂

Á svona dúk/löber þarf náttúrulega ekkert annað að gera en að ganga frá kantinum og strauja. Best er að byrja að brjóta kantinn inn á röngunni, tvöfalt:

… og festa niður…

… svo er bara saumað allan hringinn. Í hornunum klippti ég upprúllaða kantinn aðeins til svo að hann passaði ofan á hinn á móti og saumaði hann svo við.

Sko, þetta gat ég! Miklu minna mál en ég hafði gert mér grein fyrir og fínn dúkur á skenkinn í stofunni kominn með lítilli fyrirhöfn!

6 svör to “FF #42”

  1. Marín október 21, 2010 kl. 13:21 #

    …með lítilli fyrirhöfn he he he! Glæsilegt hjá þér!

  2. Helga október 21, 2010 kl. 13:27 #

    Lítil fyrirhöfn! Hvað varstu lengi að sauma út þenann dúk?

  3. eyrun október 21, 2010 kl. 14:02 #

    OK OK, kannski ekki „lítilli“ en ekkert voða mikilli 🙂 Útsaumur er líka ekki akkorðsvinna, stúlkur mínar. Sönn dama grípur í útsauminn við og við, t.d. þegar það er e-ð hrútleiðinlegt í sjónvarpinu – eins og Cheers eða japanskar ofbeldismyndir 🙂

  4. erla J október 22, 2010 kl. 01:10 #

    Vel gert.

  5. Bryndís október 29, 2010 kl. 08:36 #

    en ótrúlega flottur dúkur!! Er að fíla grófleikann og litinn. Flott í hör!

    • eyrun október 29, 2010 kl. 15:08 #

      Takk fyrir það, Bryndís 🙂

Skildu eftir svar við Bryndís Hætta við svar