FF #43

28 Okt

Ef þið skoðið föndurblogg jafnmikið og ég (sem er nú kannski hæpið) hafið þið sennilega rekist á silhouette-skreytingar sem hafa tröllriðið öllu. Fólk býr til skuggamyndir af prófíl barnanna sinna o.fl. Mér finnast bollar með skuggamyndum sérstaklega skemmtilegir, t.d. hjá þessari hér.  Svo eru yfirvaraskeggsbollar sprenghlægilegir:

Ég ákvað að prófa að fríska upp á nokkra þreytta hvíta bolla sem voru til heima.

Ég notaði stensla, postulínsmálninguna PermEnamel (keypt í Föndurstofunni) og svamp. Eftir á að hyggja hefði ég e.t.v. átt að fjárfesta í mjóum pensli en lét svampinn duga í þetta skipti. Það er einnig hægt að spreyja á bollana en þá þarf að passa að spreyið þoli þvotta!

Ég byrjaði á því að velja mér stenslamyndir af netinu og skar þær út.

Ég límdi þær svo á bollana…

… og málaði með svampinum. Áferðin varð dálítið „hraunuð“ en skemmtileg.

Ég verð nú að viðurkenna að bollarnir urðu misfallegir og kannski helst til „fjarskafallegir“ 🙂

Yfirvaraskeggsbollinn kom líka vel út:

… ég setti örlítið skegg hinum megin á hann líka!

Svo er bara að fá sér tebolla!

6 svör til “FF #43”

 1. Þórdís október 28, 2010 kl. 09:36 #

  Frábær hugmynd! Ekki vitlaust að gefa svona í jólagjöf…

 2. Helga október 28, 2010 kl. 09:36 #

  Æðislegt! Núna get ég sérhannað tekrús fyrir sjálfa mig. Eða beðið þig um að gera það fyrir mig!

 3. eyrun október 28, 2010 kl. 09:49 #

  Það er nákvæmlega málið, stúlkur mínar! Jólagjafahugmyndirnar eru farnar að spretta fram, er það ekki?

 4. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir október 28, 2010 kl. 11:07 #

  En skemmtilegt 🙂 Þetta er fyrsta heimsóknin mín á síðuna þína og ég sé fram á að vera bara hér í dag! Kv. Guðrún Þuríður

  • eyrun október 28, 2010 kl. 11:10 #

   Vertu velkomin! 🙂

 5. Hilla október 28, 2010 kl. 11:54 #

  Ogedslega snidugt og frabaer gjafahugmynd!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: