FF #45

11 Nóv

Föndrið í dag er alveg ótrúlega einfalt – tók mig ekki nema 15 mínútur að gera!

Ég þurfti að pakka inn afmælisgjöf og vantaði e-ð lítið skraut til að setja punktinn yfir i-ið. Þá datt mér þessi hugmynd í hug; pakkaskraut úr marglitum pappír. Og af því að ég er með landakort á heilanum (sjá hér, hér og hér) ákvað ég að nýta þau í þetta 🙂

Það sem þarf er því landakort eða annar marglitur/skrautlegur pappír, skæri eða pappírshnífur, heftari og tvöfalt límband/lím.

Pappírinn er klipptur niður í 9 búta, í rauninni mega þeir vera af hvaða lengd sem er (ég notaði lengst ca. 7-8 cm langa og 1 cm breiða). 3 eru lengstir, næstu 3 eru u.þ.b. 1 cm styttri og næstu tveir 1 cm styttri en þeir. Síðasti búturinn er rétt um þumlungur að lengd.

Hver og einn bútur er brotinn saman í slaufu og heftaður saman í miðjunni.

Minnsti búturinn er rúllaður upp í kúlu og límdur með tvöföldu límbandi.

Þá er slaufunum raðað saman eftir stærð, hverri ofan á aðra. Þær eru límdar saman í miðjunni með tvöföldu límbandi.

Í lokin er svo kúlunni tyllt í miðjuna. Og þá er skrautið tilbúið!

Skrautið verður aðeins meira „púffí“ ef maður brýtur örlítið upp á hornin á hverri slaufu fyrir sig áður en þær eru límdar saman.

Svo er bara að skella þessu á pakkann – með smávegis límbandi! 🙂

7 svör til “FF #45”

 1. Fanný nóvember 11, 2010 kl. 09:07 #

  Hrikalega flott! Kannski maður dundi sér við þetta í desember á milli jólakortanna 🙂

  • eyrun nóvember 11, 2010 kl. 09:15 #

   Held að það sé alveg málið! Ég sé þetta alveg fyrir mér á jólapökkunum í ár 😉

 2. IMB nóvember 11, 2010 kl. 09:53 #

  Vá hvað þetta er flott hjá þér. Svo rosalega sniðugt.
  Á eftir að nýta mér þetta.
  En kíktu á þetta, held þetta sé e-ð fyrir þig
  http://www.pickles.no/bare-surr-lampe/

  • eyrun nóvember 11, 2010 kl. 10:01 #

   Takk fyrir þetta, var einmitt búin að bookmarka þennan lampaskerm. Geri hann til að setja upp í stóra húsinu 😉

 3. erla J nóvember 11, 2010 kl. 23:24 #

  Mjög flott og sniðugt, bara alveg eins og slaufurnar sem maður getur keypt dýrum dómum út í búð! Væri hægt að nota auglýsinga bæklinana sem flæða inn fyrir jól t.d.!

  • eyrun nóvember 15, 2010 kl. 12:13 #

   Já Erla, það held ég að sé góð hugmynd – um að gera að hafa bara nógu skrautlegan pappír 🙂

 4. Þórdís nóvember 11, 2010 kl. 23:34 #

  Flott! Já þú ert svo sannarlega landakortasjúk 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: