Sarpur | 08:35

FF #46

18 Nóv

Í gær föndraði ég dulítið fílt. Eins og þið vitið sennilega er fílt nokkuð þykkt ullarefni sem hægt er að klippa til og móta af vild. Það minnir mig alltaf dálítið á veturinn og því við hæfi að gera litríkt vetrarhálsmen úr fílti sem hlýjar manni á hálsinum um leið og það lítur smekklega út.

Hugmyndin er héðan frá hinu ótrúlega skemmtilega bloggi vefverslunarinnar Papernstitch.com.

Til að gera þetta þarf því marglitt fíltefni, gott fljótandi lím, skæri, nál og tvinna. Byrjað er á því að móta hringi í fíltið.

Hringirnir tveir eru svo límdir saman…

… og klippt upp í þá á fjóra vegu:

Þá er það saumaskapurinn, hornin eru brotin inn að miðju og saumuð föst:

– ekki mjög flókið! Á endanum minnir fílthringurinn dálítið á 17.júní-rellu! 🙂

Síðan er perla eða annað skraut sett í miðjuna, en má þó sleppa (getur verið gott að gera það til að fela saumana).

Þá eru skraut“rellurnar“ tilbúnar. Ég ætlaði að gera úr þeim hálsmen og varð því að sauma þær saman:

– gerði það á brúnunum þar sem þær mætast.

Svo gataði ég fyrir festingum með nálinni og festi svo granna keðju í. Ég gerði líka tvær nælur þar sem ég setti annars konar skraut í miðjuna og saumaði nælufestingu aftan á.

Hlýtt og fínt! 🙂 Að ég tali nú ekki um litríkt í skammdeginu!