2010 Jóladagatal #1

1 Des

Jólabörn nær og fjær (hæ Hilla)!

Nú hefst niðurtalningin og jóladagatal Fimmtudagsföndursins 2010, jibbí! 🙂 Hér ætla ég að birta nýtt föndur með leiðbeiningum á hverjum degi til jóla – rétt eins og í fyrra en það má skoða á stikunni hérna fyrir ofan undir Jóladagatal 2009.

Ég ætla að reyna að föndra þetta mestmegnis sjálf en eins og með venjulega Fimmtudagsföndrið eru hugmyndirnar yfirleitt héðan og þaðan af netinu. Ég ætla þó ekki að sverja fyrir það að ein og ein hugmynd slæðist inn beint af netinu en þá vísa ég á síðuna sem ég stel hugmyndinni af.

Í dag er 1. desember og því 23 dagar til jóla. Þið munið kannski að ég gerði jólakrans á hurðina í fyrsta glugga jóladagatalsins í fyrra. Hann leit svona út:

Í dag ætla ég líka að gera krans á hurðina. Hugmyndin er upphaflega héðan en ég ætla aðeins að staðfæra hana að mínum hugmyndum (reyna örlítið að draga úr ameríska stílnum) og því sem ég á til í skúffunum.

Efniviður:

 • Pappírskarton og jólapappír/marglitur pappír af annarri gerð (bara ekki ljósritunarpappír, of þunnur)
 • Lím og límbyssa
 • Járnhringur með hanka – hægt að gera t.d. úr vírherðatré (einnig flatir tréhringir eins og þessi)
 • Heftari
 • Ýmislegt jólaskraut eða annað skraut; könglar o.fl.

Ég á heilmikið af skrautlegum jólapappír og mun meira en ég kem nokkurn tímann til með að nýta þannig að ég ákvað að fara aðeins lengri leið og líma hann á A4 karton. Síðan klippti ég hann niður í lengjur í nokkrum stærðum, frá ca 1 cm upp í 3 cm.

Lengjurnar eru brotnar saman eins og harmónikka og ef ég man rétt, gerði ég svona í Fimmtudagsföndrinu #23. Endarnir eru svo heftaðir saman og lítið karton límt aftan á til að halda hringnum saman.

Svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða og skreyta með alls kyns dóti! 🙂 Ég notaði dálítið af gömlu skrauti sem ég notaði til að skreyta tágakrans sem ég átti (svona með áföstum vír sem var jafnvel dottinn af).

Hringirnir eru svo límdir á járn-/tréhringinn með límbyssunni. Best er að byrja á þessum stærstu og bæta svo við og hafa þetta svolítið þétt. Ég var með svo grannan járnhring að ég náði ekki nema einfaldri röð en breiðara undirlag leyfir alveg tvöfalda röð eða svona „ofan á hvern annan“.

Svo er sniðugt að vera með e-ð lítið skraut til að líma á milli ef það verður autt pláss:

Svona lítur þetta þá út að aftan:

… og framan:

Þá er bara að hengja upp!

7 svör til “2010 Jóladagatal #1”

 1. Diljá desember 1, 2010 kl. 09:08 #

  Oh mér finnst hann æði…svona mátulega jólalegur sem er frábært 🙂

  • eyrun desember 1, 2010 kl. 10:29 #

   Já, svona temmilega jólalegur. Litlu hreinarnir eru líka uppáhalds! 🙂

 2. Hlíf desember 1, 2010 kl. 10:29 #

  rosa sætur!

 3. Marín desember 1, 2010 kl. 15:52 #

  o my ég hef einmitt verið að velta fyrir mér krns sem ég get sett á hurðina heima! …þetta lúkkar vel!

 4. erla J desember 1, 2010 kl. 17:56 #

  Þetta er geggjað, jóló og svona pínu tropical í leiðinni (örugglega út af því að þetta minnir á svona kokteil regn/sól hlífar). Mjög góð byrjun á jóladagatalinu 🙂 Hlakka til að fylgjast með á hverjum degi í desember.

 5. Ragnheiður desember 1, 2010 kl. 22:26 #

  Rosa flottur krans. Minnir mig svolítið á jólanammi 🙂

 6. Hilla desember 2, 2010 kl. 20:02 #

  Hæ Eyrún og fimmtudagsföndur!

  Þetta er ótrúlega sniðugur hringur! Ég segi eins og Diljá að hann er hæfilega jólalegur. Ég er svolítið fyrir hæfilega jólalegt núna enda er á mörgum stöðum hér í berlín svolítið eins og jólin hafi ælt á tré eða staði og allt ofskreytt eða ofurljótt!

  Kannski maður föndri svona við tækifæri!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: