Sarpur | 08:20

2010 Jóladagatal #3

3 Des

Í dag er 3. desember og því 21 dagur til jóla – það er ekki neitt! Þriðji glugginn í jóladagatalinu verður opnaður í dag og í honum eru origami-jólapakkar. Hugmyndin og leiðbeiningarnar eru héðan og ég skemmti mér stórkostlega við að reyna að finna út úr origamiinu. Það er nefnilega smáheilaleikfimi – e-ð aðeins meira en að klippa og líma 😉

Efniviður:

  • Pappír, t.d. gamlar bækur (ég notaði innvolsið úr bókinni sem ég gerði í Fimmtudagsföndri #7)
  • Skrautborða og vír

Byrjað er á því að klippa niður í ferninga 8 blöð, fjögur fara í botninn og 4 í lokið. Ég notaði ca. 8-10 cm stóra ferninga.

Til að byrja er fyrsta blaðið brotið til helminga:

og helmingurinn aftur til helminga:

Síðan er það brotið þvert yfir:

Efra hornið hægra megin er svo brotið í átt að þverbrotinu:

– og miðjan á blaðinu brotin í átt að neðra horninu vinstra megin þar sem þverbrotið byrjar:

Þegar rétt er úr þessu er síðan langi hlutinn (sem er vinstra megin á myndinni fyrir ofan) brotinn aftur fyrir kassann. Þá er komið eitt af fjórum hornum kassans!

Þetta þarf svo að endurtaka þrisvar sinnum og smella hornunum saman:

Þegar kassinn er kominn er þetta gert alveg eins með hin 4 blöðin sem mynda lokið! Og það þarf sko ekkert lím til að festa kassann saman!

Að öllum líkindum er kassinn ykkar á þessum tímapunkti pínulítið laus í sér, t.d. ystu blöðin. Þegar skrautborði er að lokum bundinn utan um hann ætti hann þó að verða áferðarfallegri!

Þegar vír hefur verið brugðið í gegnum slaufuna á pakkanum er hægt að nota þessa litlu kassa sem jólaskraut!