2010 Jóladagatal #3

3 Des

Í dag er 3. desember og því 21 dagur til jóla – það er ekki neitt! Þriðji glugginn í jóladagatalinu verður opnaður í dag og í honum eru origami-jólapakkar. Hugmyndin og leiðbeiningarnar eru héðan og ég skemmti mér stórkostlega við að reyna að finna út úr origamiinu. Það er nefnilega smáheilaleikfimi – e-ð aðeins meira en að klippa og líma 😉

Efniviður:

 • Pappír, t.d. gamlar bækur (ég notaði innvolsið úr bókinni sem ég gerði í Fimmtudagsföndri #7)
 • Skrautborða og vír

Byrjað er á því að klippa niður í ferninga 8 blöð, fjögur fara í botninn og 4 í lokið. Ég notaði ca. 8-10 cm stóra ferninga.

Til að byrja er fyrsta blaðið brotið til helminga:

og helmingurinn aftur til helminga:

Síðan er það brotið þvert yfir:

Efra hornið hægra megin er svo brotið í átt að þverbrotinu:

– og miðjan á blaðinu brotin í átt að neðra horninu vinstra megin þar sem þverbrotið byrjar:

Þegar rétt er úr þessu er síðan langi hlutinn (sem er vinstra megin á myndinni fyrir ofan) brotinn aftur fyrir kassann. Þá er komið eitt af fjórum hornum kassans!

Þetta þarf svo að endurtaka þrisvar sinnum og smella hornunum saman:

Þegar kassinn er kominn er þetta gert alveg eins með hin 4 blöðin sem mynda lokið! Og það þarf sko ekkert lím til að festa kassann saman!

Að öllum líkindum er kassinn ykkar á þessum tímapunkti pínulítið laus í sér, t.d. ystu blöðin. Þegar skrautborði er að lokum bundinn utan um hann ætti hann þó að verða áferðarfallegri!

Þegar vír hefur verið brugðið í gegnum slaufuna á pakkanum er hægt að nota þessa litlu kassa sem jólaskraut!

9 svör til “2010 Jóladagatal #3”

 1. Hlíf desember 3, 2010 kl. 10:07 #

  Like:)

  Á einmitt fullt af ljósrituðum blaðsíðum sem bíða verkefnis.)

  • eyrun desember 3, 2010 kl. 10:16 #

   Endilega prófaðu þetta – kemur alveg merkilega vel út. Væri jafnvel hægt að nota sem innpökkunarmöguleika um jólin!

 2. Hlíf desember 3, 2010 kl. 10:19 #

  OK ég skil ekki neitt í þessu. Ég er of treg. Vantar mynd fyrir „langi hlutinn brotinn aftur fyrir kassann“:)

 3. Hlíf desember 3, 2010 kl. 10:20 #

  Hey, það tókst!

  • eyrun desember 3, 2010 kl. 10:41 #

   Ég var smá stund að fatta það, en svo allt í einu kom það! 🙂

 4. Íris desember 3, 2010 kl. 11:48 #

  Vá þetta er flott ! Á klárlega eftir að nota þetta

 5. erla J desember 3, 2010 kl. 21:15 #

  Mjög gott, þarf að prófa þetta. Nenni samt voða sjaldan að prufa svona nýtt origami, þægilegara að gera bara það sem maður kann eins og fuglana góðu. Hér eru leiðbeiningar fyrir það ef þú villt prófa http://www.youtube.com/watch?v=7F8ajh_DDYs

 6. Hilla desember 3, 2010 kl. 22:38 #

  Ó mæ þetta er geðveikt flott! Kannski ég geri svona undir konfekt í ár, þ.e.a.s. ef ég geri eitthvað konfekt!

 7. Begga desember 5, 2010 kl. 02:14 #

  Þetta er algjör snilld, ekkert smá krúttlegt 🙂 Spurning hvort maður skreyti jólapakkana með svona litlum pökkum og jafnvel setji smá konfekt ofaní (eins og síðasti ræðumaður stakk uppá). Hlakka til að föndra svona eftir prófin 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: