2010 Jóladagatal #4

4 Des

Vííí, enn einn glugginn í jóladagatalinu til að opna! Í dag er 4. desember og það eru 20 dagar til jóla! Ég ákvað að gera englahárskrans því að mér finnst englahár alveg lúmskt skemmtilegt. Nema kannski í þrifunum eftir jólin, þá vill það sitja dálítið eftir á gólfinu 🙂 Hugmyndin er héðan en ég bætti aðeins við og nýtti það sem ég átti til.

Efniviður:

 • Útsaumshringur úr tré eða plasti (eða annar nokkuð stór hringur sem til er á heimilinu, ca. 20 cm)
 • Englahár
 • Annað skraut (ef vill)

Það sem er gott við að nota svona útsaumshring (þ.e. tvöfaldan hring sem maður setur útsaumsstykki í) er að á þeim er hanki. Hankinn er mikilvægur við að vefja englahárinu utan um hringinn því að þar byrjar maður – og felur endann í leiðinni. Svo er hann auðvitað líka til að hengja fínheitin upp þegar kransinn er tilbúinn!

Ég notaði bara ytri hluta plasthringsins og það er alveg nóg. Svo er bara vafið allan hringinn – og passað að englahárið sé sem minnst beyglað og nokkuð þétt!

Sem skraut mætti taka þunnan pappír, brjóta saman í harmonikku og binda í miðjunni.

Með því að klippa hann til og ýfa má gera smávegis skraut. Ég gerði dúsk úr garni sem ég notaði líka.

Á endanum lítur kransinn svona út – pínu retró og fínn! 🙂

2 svör til “2010 Jóladagatal #4”

 1. erla J desember 4, 2010 kl. 18:22 #

  Diskó jól.

 2. Hlíf desember 4, 2010 kl. 22:07 #

  🙂 Einu sinni bjó ég til geislabaug með nokkurvegin sömu aðferð. Notaði reyndar silfurlitað englahár og vírherðatré … en útkoman voða svipuð … nema náttúrlega að kransinn þinn er ekki til þess að hafa á hausnum (hmm… eða kannski væri það voða fínt á aðfangadag).

  Ég er pínu svag fyrir englahári líka:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: