Sarpur | 09:01

2010 Jóladagatal #5

5 Des

Jæja, er ekki kominn tími til að opna fimmta gluggann í jóladagatalinu? Í dag er sem sé 5. desember og 19 dagar til jóla. Föndrið í dag er tilvalið fyrir þennan fína sunnudag, og meira að segja hægt að gera með börnum! Það eru jólaljósker úr WC-pappírsrúllum. Einnig mætti nota þetta sem skraut yfir borðstofuborði, e.t.v. hangandi neðan úr ljósakrónu.

Efniviður:

  • Nóg af klósettrúllum
  • Málning og penslar
  • Glimmer
  • Lím
  • Skæri eða dúkahnífur
  • Vír til að hengja upp með

1. Gott er að byrja á því að mála rúllurnar, einn lit innan í og annan utan á. Liturinn sem er utan á ætti að ríma við litinn á glimmerinu, svo að ekki verði mikil skil þegar glimmerið er límt á. Til að geta málað alla rúlluna er sniðugt að nota þvottaklemmu sem hægt er að halda í (en svo þarf að færa hana til að mála þar undir).

2. Á meðan málningin er enn blaut er rúllunni velt upp úr glimmerinu. Passa að færa þvottaklemmuna til að setja glimmer þar líka. Látið þorna.

3. Þegar rúllan er þurr notið skæri eða dúkahníf til að skera rifu í hana, í spírallaga hring. Passið að byrja ekki alveg efst og enda rétt ekki neðst, hafið ca. 1 cm frá brún. Skerið aðra rifu u.þ.b. 2 cm frá hinni og haldið svo áfram út alla rúlluna. Þrýstið á topp og botn rúllunnar til að rifurnar stækki og hún verði í laginu eins og ljósker.

4. Gerið eitt gat hvoru megin á efri brún rúllunnar, þræðið vírinn þar í gegn og bindið.

5. Límið í loftið með hvítu límbandi eða festið í ljósakrónu.

Stolið samviskulaust HÉÐAN!