2010 Jóladagatal #6

6 Des

Velkomin í aðra vikuna í desember. Nú eru þrjár vinnuvikur til jóla, jibbí! 🙂 Í dag er 6. desember og því 18 dagar til jóla. Er ekki tími til kominn að gera jólatrésskraut? Mér finnst það og dundaði mér við það um helgina að búa til fíltkúlu. Hugmyndin er héðan en netið er yfirfullt af alls konar fíltskrauti svo að það verður af nógu að taka fyrir áhugasama.

Efniviður:

 • Fílt (ATH. það verður að vera nokkuð þykkt og stíft, mæli ekki með örkunum sem keyptar eru í Tiger eða þ.h. heldur svona „gæða“fílti)
 • Skæri
 • Nál og tvinni
 • Borði og perlur

Fíltið er klippt niður í 6 jafnstóra hringi. Í leiðbeiningunum sem ég fór eftir var sagt a.m.k. 10 cm í þvermál en mínir voru sennilega 6-7 cm. Ég var með fílt sem var glimmerað öðru megin og ég sneri hringjunum þannig að þeir stóðust á: glimmerhliðin upp til skiptis.

Hringirnir sex eru lagðir saman og í miðjuna er settur borði. Hann er saumaður fastur við þegar hringirnir eru saumaðir saman.

Síðan er miðjan þrædd (og borðinn þar með festur)

Nú hefurðu fyrir framan þig hringi sem er skipt til helminga…

… byrjaðu þá á því að sauma fyrsta hringinn saman fyrir miðju:

Ég setti líka perlu til skrauts:

Svo eru næstu tveir helmingar saumaðir uppi og niðri:

– og þannig til skiptis allan hringinn:

Að lokum ættu allir helmingarnir að vera festir saman, annað hvort uppi og niðri eða í miðjunni. Passaðu að fela endana vel þegar þú gengur frá saumunum.

Hérna sést hvað það skiptir miklu máli að hafa nokkuð stíft fílt – annars hefði kúlan ekki haldið þessari fallegu hringlögun heldur bara lagst saman:

Þá er komið afbragðs jólatrésskraut! Þeir sem eru afkastamiklir gætu gert 14 í viðbót og skipt út fyrir venjulegu jólakúlurnar 😉

8 svör til “2010 Jóladagatal #6”

 1. Hlíf desember 6, 2010 kl. 11:10 #

  mjög flott. Elska líka glimmerið í filtinu:)

 2. erla J desember 6, 2010 kl. 22:49 #

  Sniðugt, ég er einhverrahluta vegna bara með silfurlitað jólaskraut, alveg spurning um að gera e-ð svona til að fá smá lit í þetta.

  • eyrun desember 7, 2010 kl. 09:20 #

   Já – eða bara að fá þér silfurlitt fílt! 😉

 3. Jónína desember 7, 2010 kl. 08:28 #

  Þetta er flott kúla hjá þér, sómir sér vel á jólatrénu.

  • eyrun desember 7, 2010 kl. 09:19 #

   Takk fyrir það! 🙂

 4. Snjólaug desember 10, 2010 kl. 09:11 #

  Hvar kaupir þú svona filt?

  • eyrun desember 10, 2010 kl. 10:20 #

   Þetta þykka fílt var mér gefið, held að það hafi verið keypt í Virku eða e-i slíkri hannyrðabúð.

 5. Hilla desember 11, 2010 kl. 13:51 #

  Vá þessi er ótrúlega flott, mig klæjar allveg í föndurfingurnar við að skoða svona! Mig hefur nebbleg aalltaf langað að föndra úr filti en aldrei látið verða að því!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: