2010 Jóladagatal #7

7 Des

Upp er runninn 7. desember og nú eru bara 17 dagar til jóla. Kannski maður fari að hugsa aðeins út í jólagjafakaupin svona á næstu dögum? Jólastressið fer nú bráðum að segja til sín, eða hvað? Ég er með nokkur verkefni í gangi, sum meira langtímaverkefni, og því ætla ég að spara mér tímann í dag og skella inn einu jólaskrauti af vefnum (sem er ekkert verra fyrir það!): Jólakúla úr gamalli bók… pínulítið öðruvísi jólatrésskraut fyrir pappírsfíkla eins og mig!

Efniviður:

  • Dúkahnífur
  • Gömul bók, t.d. kilja sem þú ert hætt/-ur að lesa
  • Fljótandi lím
  • Þrjár klemmur, t.d. þvottaklemmur
  • Borði

Byrjað er á því að strika út mynstrið fyrir jólakúlunni en hún er í viktoríönskum stíl – minnir á svona jólakúlur! Gott er að gera það á karton sem er svo notað sem mót fyrir pappírinn. Og vel á minnst, þá er þetta aðeins hálf kúlan!

Síðan eru forsíðan og bakhliðin af kiljunni fjarlægðar og leifarnar hreinsaðar með dúkahnífnum. Það getur verið gott að beygja og sveigja kjölinn aðeins til að mýkja hann upp – sérstaklega ef um lítið lesna bók er að ræða 🙂

Kartonið er svo lagt fyrir bókina og passað að kjölurinn falli undir miðjuna á mynstrinu – þannig að þegar búið er að skera og bókin er tekin í sundur sé jólakúlan heil!

Síðan er skorið meðfram kartoninu og í gegnum kiljuna – passið að hafa e-ð undir bókinni!

Bókin er síðan brotin í sundur og þá á að myndast hringur úr blaðsíðunum!

Þá er borðinn tekinn og búin til lykkja á hann – hann er svo settur í miðjan kjölinn. Límið er svo notað til að líma borðann í miðjuna og niður með öllum kilinum. Klemmurnar eru settar á og þrýsta síðunum saman þar til límið er þornað.

Að lokum er svo hægt að skreyta kúluna enn frekar, t.d. strá yfir hana glimmeri eða bæta við stórum borða! Hægt er að hafa börnin með í þessum hluta og þau skemmta sér við glimmerið, því að dúkahnífurinn getur verið ansi beittur fyrir óvana fingur!

Stolið samviskulaust HÉÐAN!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: