2010 Jóladagatal #8

8 Des

Í áttunda glugga jóladagatalsins er ósköp lítið og létt föndur, brjóstsykursborði! Ég gerði hann meira að segja yfir sjónvarpinu í gærkvöldi 🙂 Allur galdurinn felst í því að binda saman litríka sælgætismola með marglitum borðum. Hugmyndina fann ég hér og þar er einmitt bent á að hægt er að nota þetta sem jóladagatal, þ.e.a.s. binda saman 24 mola og losa svo alltaf einn og einn í einu.  Það myndi sýna á áþreifanlegan hátt (sérstaklega fyrir lítið fólk) hvað dagarnir eru margir eftir fram að jólum! 🙂

Efniviður:

  • Brjóstsykurs- eða sælgætismolar, helst í marglitum eða skemmtilegum umbúðum
  • Marglitir borðar til skreytingar

Ég keypti poka með rauðröndóttum molum 🙂

… sem ég batt svo saman á endunum með svörtum og bleikum borðum…

Þetta mætti jafnvel nota í skreytingar, t.d. hengja í loftið eins og músastiga.

2 svör til “2010 Jóladagatal #8”

  1. erla J desember 8, 2010 kl. 18:11 #

    Mega einfallt og skemmtó, væri flott að vera með nokkra svona á jólatrénu!

  2. hildurflovenz desember 9, 2010 kl. 15:57 #

    vá næstum því of einfalt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: