Sarpur | 08:43

2010 Jóladagatal #9

9 Des

Í dag er 9. desember og því styttist óðum biðin fyrir börnin, aðeins 15 dagar til jóla. Fyrir jóladagatalið í dag gerði ég meira skraut til að hengja á jólatréð, lítinn origami-krans úr nótnablöðum. Ég rakst á leiðbeiningar hér og þar sem ég er óð í pappírsföndur varð ég bara að prófa!

Efniviður

  • Pappír! (nokkuð þykkur, a.m.k. ekki bara þunnur ljósritunarpappír)
  • E.t.v. borði

 

Falleg nótnablöð eru klippt eða skorin niður í 4cm x 8cm renninga. Í hvern lítinn krans þarf 8 svona renninga.

Renningurinn er brotinn í tvennt þversum…

… og aftur langsum.

Brotið er upp á hornin (efra að neðra) en passað að þverbrotið á renningnum vísi niður!

Þetta er endurtekið fyrir hina sjö renningana. Við þetta verða til 8 „goggar“.

Ofan á hverjum þeirra má sjá nokkurs konar vasa…

… goggunum/renningunum samanbrotnu er síðan raðað hverjum ofan á annan í hring.

(Ég sá fyrir mér að þeir litu út eins og skór og þá er „táin“ á hverjum skó sett ofan í þann á undan)

Að lokum er gengið frá fyrsta og síðasta renningnum á sama hátt.

Og þá er skrautið tilbúið!

Svo má hengja í það garn eða borða og skella á jólatréð!