2010 Jóladagatal #10

10 Des

Ég er ofsalega fegin að geta loksins opnað þennan glugga í dagatalinu því að hann hefur verið í vinnslu í dálítinn tíma – og hefði eðli málsins samkvæmt átt að vera fyrsti glugginn 🙂 Þetta er nefnilega jóladagatal! Eftir að hafa setið yfir saumaskap í gærkvöldi hafðist það loksins og mér tókst að klára föndrið í dag.  Í dag er 10. desember og því 14 dagar til jóla – ekki seinna vænna að draga fram jóladagatalið…

Ég sá jóladagatal á flickr um daginn og langaði ferlega að gera svoleiðis – þannig að ég hermdi bara!

Efniviður:

 • Efni í vasana og grunninn í dagatalinu (grunnflötinn hafði ég 60cm x 85cm og vasarnir eru ca. 10cm x 10cm)
 • Ýmislegt til að skreyta vasana, t.d. blúndur, garn, slaufur o.fl.
 • Góð skæri
 • Saumavél
 • Prik til að hengja dagatalið upp með

Ég klippti 24 vasa út úr þunnu hvítu léreftsefni. Hugsunin var að sauma þá tvöfalda á rauðröndótt grunnefni sem ég keypti ódýrt í IKEA.

Þegar allir vasarnir voru komnir handsaumaði ég alla tölustafi í þá og staðsetti á efninu.

Því næst sikksakkaði ég vasana á efnið. Ég hafði fráganginn nokkuð grófan því að mér fannst það koma nokkuð skemmtilega út – auk þess að hafa gulan tvinna!

Síðan var skraut saumað á hvern vasa. Ég hefði hugsanlega getað sleppt því að gera það í höndunum eftir á og byrjað á því að sauma það á vasana áður en þeir voru festir á grunnefnið – en sumt af skrautinu (t.d. stórar blúndur) náðu örlítið út fyrir vasana og þess vegna gerði ég þetta svona:

Blúndurnar og skrautið var bara það sem ég átti til og hef sankað að mér í gegnum föndur-tíðina, þetta er t.d. úr útsaumuðu koddaveri:

– silfraðir rikkrakk-borðar eru líka upplífgandi:

Aðfangadagur var saumaður með rauðum þræði og blúndan var ögn öðruvísi:

Það sést á myndinni hér fyrir neðan að ég átti ekki alveg nógu langt prik (hefði þurft >70 cm langt) en skellti þessu upp fyrir myndatökuna:

Frágangurinn fyrir prikið var ekki mjög flókinn, tveir samhliða saumar…

… og prikinu stungið þar á milli!

Fullgert og tilbúið lítur dagatalið svona út. Við ÁPB höfum enn 14 daga til stefnu til að fylla vasana af góðgæti og skemmtilegum hlutum!

4 svör til “2010 Jóladagatal #10”

 1. Hlíf desember 10, 2010 kl. 10:40 #

  Mjög flott!

 2. Ragnheiður desember 10, 2010 kl. 13:48 #

  Stór glæsilegt !! 🙂

 3. Hilla desember 11, 2010 kl. 13:44 #

  Það er ekki að spyrja að því! Alveg hreint glæsilegt jóladagatal og alls ekki svo flókið! Ég er samt með eina spurningu, festirðu vasana á efni með því að sikksakka þá með gula tvinnanum?

  • eyrun desember 11, 2010 kl. 15:31 #

   Já, ég saumaði þá einmitt þannig á, Hilla 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: