Sarpur | 11:43

2010 Jóladagatal #11

11 Des

Enn ein helgin í desember runnin upp og í dag er 11. desember og 13 dagar til jóla!

Í dag fékk ég gestaföndrara til að sýna sitt föndur. Hún Karen Pálsdóttir er mikil föndurkona og gerir t.d. allt sitt skraut á jólatréð sjálf.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um nokkur skraut sem hún hefur gert:

1. Jólasveinn og snjókarl úr tölum. Tölur eru þræddar upp á vír og þeim raðað eftir litum og stærð í jólalegar fígúrur. Eina hugmynd að þessu skrauti má finna hjá Mörthu Stewart.

2. Perlur þræddar í hjarta. Grannur vír gerður hjartalaga og rauðar perlur þræddar upp á hann. Mjög flott í glugga eða á jólatréð!

3. Perluenglar. Hér eru mismunandi perlur og glerperlur þræddar á vír og mótaðir englar úr þeim. Gott að eiga góðar vírtangir til að beygja vírinn!

4. Snjókorn úr vír og perlum!

5. Perluð snjókorn eru föndur sem öll fjölskyldan getur gert saman. Passa bara að það sé einhver fullorðinn sem straujar yfir!

6. Perluð hjörtu og stjörnur eru líka einfalt og skemmtilegt föndur sem er ofsalega fallegt á jólatréð!

7. Gulllituð egg. Hér er notuð heil eggjaskurn (rauðan blásin úr eggjunum, sbr. Fimmtudagsföndur #13) og þau síðan spreyjuð með gulllit.

Takk kærlega fyrir skemmtilegar föndurhugmyndir, Karen – nú getum við hafist handa við að prófa! 🙂