2010 Jóladagatal #12

12 Des

Þriðji sunnudagur í aðventu og tíminn bókstaflega flýgur áfram! Það eru ábyggilega flestir farnir að undirbúa jólin, gera jólakort og smákökur og jafnvel kaupa jólagjafir. Jólasveinarnir eru líka farnir að láta á sér kræla. Í dag er sem sagt 12. desember og 12 dagar til jóla!

Ég flikkaði aðeins upp á ljósaseríu sem ég átti í tilefni hátíðarinnar. Ég sá t.d. eina hugmynd hér.

Efniviður:

  • Ljósasería (ég notaði gula en hún mætti líka vera marglit eða jafnvel rauð)
  • Litlar pappírsdúllur sem notaðar eru undir kökur (ég fékk mínar lífstíðarbirgðir í Megastore í Smáralind)
  • Skæri
  • E.t.v. teiknibólur/kennaratyggjó

Pappírsdúllurnar eru brotnar saman í miðjunni…

… og svo klippti ég aðeins upp í þær.

Svo eru þær settar utan um hvert ljós í seríunni. Serían sem ég notaði er hitaþolin sem ég held að sé algjört möst – því að pappírinn er jú gríðarlegur eldsmatur!

Dúllurnar mynda þannig ljómandi fallega umgjörð um hvert ljós. Pínu jólalegt, ekki satt?

Eitt svar til “2010 Jóladagatal #12”

  1. Þóra desember 12, 2010 kl. 19:23 #

    Þú ert snillingur !!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: