Sarpur | 08:44

2010 Jóladagatal #14

14 Des

Í dag er 14. desember og 10 dagar til jóla!

Það er ofsalega stutt – sérstaklega í ljósi þess að jólakortin eru enn á leiðinni á pósthúsið *ehemm*Mér sýnist nú samt að ég sé enn í góðum málum með skiladaga.

Það er því ekki úr vegi að skella inn myndum af afrakstrinum – tilbúnum jólakortum sem bíða eftir því að komast á pósthúsið:

Ég ætla ekki að fara nánar út í hvernig kortin eru gerð – frekar en ég gerði í fyrra! En glöggir lesendur gætu rekist á nokkra hluti í þeim sem ég hef verið að birta hérna að undanförnu…

Ábending: Það má oft finna mjög skemmtileg mynstur á netinu sem hægt er að prenta út og föndra með. Ég fann t.d. þetta hér í fyrra og nýtti mér það mjög mikið, í borða, kúlur og einnig núna í jólakort!