Sarpur | 11:44

2010 Jóladagatal #15

15 Des

Í dag er barasta 15. desember og einungis 9 dagar til jóla! Áttið þið ykkur á því? Mér finnst alltaf tíminn hlaupa helmingi hraðar frá mér þegar það eru minna en 10 dagar til jóla. En þá er bara að spýta í lófana og klára það af sem þarf að gera 🙂

Ég gerði smávegis jólatrésföndur og gerði jólaköngulkúlu. Hugmyndin er nú upphaflega héðan og sú sem setti inn leiðbeiningarnar notaðist við frauðplastegg. Ég átti hins vegar bara kúlu og notaði hana þess vegna bara!

Efniviður:

  • Frauðplastegg/-kúla
  • Útprentuð blöð í stærðinni ca. 2,5 cm x 3 cm (ég notaði afganga af útprentinu frá föndrinu í gær)
  • Títuprjónar

Galdurinn við þessa kúlu felst í því að brjóta upp á styttri endann á hverjum miða svo að hann myndi gogg…

… og festa svo á kúluna með títuprjónum með því að byrja neðst og vinna sig upp. Ég passaði alltaf að hafa miðana á víxl svo að skilin á milli sæjust sem minnst!

Að lokum er svo hægt að skella einni slaufu á toppinn og bandi í gegn og hengja á jólatréð!