Sarpur | 10:31

2010 Jóladagatal #17

17 Des

Í dag er 17. desember og því barasta vika til jóla! Ég gaf mér loks tíma í gærkvöldi og föndraði dálítið, á milli þess að horfa á jólamyndir og drekka heitt súkkulaði:)

Þar á meðal gerði ég dálítið óhefðbundið skraut á jólatréð – sem kalla mætti „art deco“ skraut úr skinnum! Þessa brilliant hugmynd má finna hér og ég bara varð að prófa þegar ég sá þetta!

Aðalmálið er að redda sér *skinnum* (*fyrir ykkur sem ekki vitið hvað það er, eruð t.a.m. ekki í sambúð með iðnaðarmanni, þá eru það þunnir málmhringir sem eru notaðir með skrúfum).

Ég fékk góðfúslegt leyfi til að róta í skrúfuboxi sambýlismannsins og hirti það sem ég fann. Þetta má einnig kaupa í Byko/Húsasmiðjunni á nokkrar krónur stykkið.

Efniviður:

  • Skinnur í nokkrum stærðum
  • Epoxy-lím eða annað mjög sterkt lím
  • Eyrnapinni
  • Sterkur þráður eða vír

Skinnunum er raðað saman eftir stærð – ég notaði þessari í tvö stykki:

Svona átti lokaútkoman að verða:

Þetta er náttúrulega málmur og því gáfulegt að líma þetta saman í nokkrum hlutum, t.d. tvær og tvær skinnur saman. Epoxy-límið er MJÖG fljótt að þorna (passið fingurna!) en með svona þungt efni tekur það nokkurn tíma að taka sig.

Að lokum límdi ég þetta svo þessa tvo og tvo hringi saman í eitt skraut:

Þráðurinn verður að halda þessu uppi og ég notaði glært girni. Mér finnst útkoman nokkuð góð, og á eflaust eftir að verða enn betri á fallegu jólatré (mitt er ekki komið upp enn)!