2010 Jóladagatal #18

18 Des

Afsakið að jóladagatalið í dag skuli vera svona seint – iðnaðarmaðurinn á heimilinu var að útskrifast og við vorum að koma úr tilheyrandi kaffiboði!

Í dag er sem sagt 18. desember og 6 dagar til jóla! Í dag gerði ég dálítið föndur sem mjög auðvelt er að gera með krökkum: WC-rúllukrullur! Hér eru leiðbeiningar sem ég studdist við.

Efniviður:

  • WC-rúlla
  • Hvít málning og pensill
  • Fljótandi glimmer
  • Dúkahnífur eða skæri
  • Gatari
  • Sívalur trjábútur

Byrjað er á að skera upp WC-rúlluna eftir samskeytunum:

– og síðan í nokkra búta hæfilega þykka, ca. 1 cm.

Gatarinn er notaður til að gera gat sem þráður er þræddur í gegnum í lokin þegar búið er að skreyta.

Til að krulla upp á bútana er þeim vafið utan um sívalninginn nokkuð þétt.

Þeir eru svo málaðir hvítir, innan sem utan:

Í leiðbeiningunum er notað glimmer og fljótandi lím, en ég átti helling af glimmerpennum með fljótandi glimmeri og það er alveg hægt að nota þá:

Glimmerinu er makað á í ýmsum litum:

– og hengt á jólatréð! Aftur held ég að þetta komi mun betur út á jólatrénu sjálfu en það sem það er ekki komið upp þá læt ég þessa mynd fylgja:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: