2010 Jóladagatal #19

19 Des

Aftur er ég dálítið sein með jóladagatalið í dag – jólastússið er sannarlega farið að segja til sín þegar maður þarf að skjótast í búðir og leita gjafa!

Í dag er 19. desember og 5 dagar til jóla.

Mér datt í hug að gera praktískt skraut að þessu sinni, þ.e. ekki jólatrésskraut sem bara má nota á jólunum og með jólaskrautinu. Ég hef  verið með nokkurs konar pappírshengi fyrir glugganum í vinnuherberginu í stað gluggatjalda. Pappírinn er skrautlegur og ég klippti líka út ljósmyndir og setti upp. Hringina tengdi ég með litlum hring úr málmi, sem t.d. er notaður í skartgripagerð.

Hér að neðan má sjá gamla hengið en mig langaði að breyta aðeins til:


Ég ákvað að nýta sömu hugmynd, en búa til hjörtu og hringi/hnetti úr pappír og stífa svo blúndur. Svona gerir maður pappírshjörtun og hér er hugmyndin að hringjunum.

Efniviður:

  • Gamlar blaðsíður úr bókum (væri líka hægt að nota nótnablöð!)
  • Skapalón fyrir hring (ca. 8 cm) og fyrir hjarta, svipuð stærð
  • Skæri
  • Saumavél og nokkrar perlur til skrauts

Ég bjó til skapalón til að gera hjörtun og hringina. Fyrir pappírshjörtun þarf tvö stykki í hvert og í hringina þarf 10 stykki. Þess vegna skiptir máli að hjörtun og hringirnir sé allt jafnstórt!

Svo er þetta bara klippt út:

Með hvítum þræði saumaði ég svo hjörtun saman tvö og tvö í saumavélinni.

Hringirnir eru saumaðir saman 10 saman eins og áður sagði og síðan brotnir í sundur eins og blævængur:

Blúndurnar stífaði ég með sykurvatni (sjóðandi vatn og sykur sem leystur er upp í því) og festi á korktöflu og lét þorna. Síðan klippti ég þær út eins og ég vildi hafa þær.

Hjörtun voru brotin í sundur og hringirnir og hengt upp. Ég hengdi nokkrar perlur neðst í strenginn til að þyngja og strekkja á honum:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: