Jæja, þá eru það síðustu vinnudagarnir fyrir jól, ég dauðöfunda fólk sem komið er í jólafrí!
Í dag er 20. desember og bara fjórir dagar til jóla. Finnst ykkur þetta hægt, tíminn bara flýgur áfram?
Ég gerði örlítið pappírsskraut á jólatréð í gærkvöldi. Ég fann hugmyndina á einni af uppáhaldssíðunum mínum, How About Orange – hér er hún! Höfundurinn kallar þetta „sirkus-geimskip“ og það er bara ágætis lýsing 🙂
Efniviður:
- Tveir litir af venjulegum pappír
- Nál og tvinni
- Skæri og perlur
Pappírinn er klipptur niður í litla renninga, 9 cm á lengd og ca. 1,5 cm á breidd. Til að gera svona skraut þarf níu renninga af hvorum lit.
Renningarnir eru síðan brotnir létt í tvennt:
Auk renninganna eru klipptir tveir ca. 1 cm stórir hringir. Byrjað er á því að þræða perlu/-r upp á þráðinn og einnig annan hringinn.
Nálin er síðan þrædd í gegnum annan enda renninganna, einn af öðrum og litirnir skiptast á:
Þegar búið er að þræða í gegnum þá alla er þráðurinn þræddur í gegnum efri hluta renninganna á sama hátt; byrjað á þeim fyrsta og endað á þeim síðasta. Þá myndar skrautið nokkurs konar tvílitan blævæng.
Gengið er frá þræðinum með því að setja hinn pappírshringinn ofan á síðasta renninginn og perla þrædd þar ofan á.
Síðan er hnútur hnýttur til að festa perluna:
Öðrum megin á skrautinu verður líklega dálítið gat (því að renningarnir falla ekki allir saman) – en það má snúa þeirri hlið upp að jólatrénu 😉
svakalega ertu sniðug. Færð alveg nokkrar jólastjörnur fyrir flott skraut
Æi datt þér ekkert skárra í hug???
DJÓK!! 😀
Ferlega sniðugt og flott skraut.
Sorrí Ragnheiður, ég skal láta þig um þetta héðan í frá! 😉
mjög skemmtó