2010 Jóladagatal #21

21 Des

Nú fer að styttast í annan endann á þessu jóladagatali og bara þrír gluggar eftir að opna, fjórir með þessum pósti! Í dag er 21. desember og því 3 dagar til jóla. Og það sést greinilega á öllum fjöldanum sem þvælist um í umferðinni og verslunarmiðstöðvunum 🙂

Í dag ætla ég að gera dálítið útsaumsföndur með ártali. Það væri gaman að byrja á hefð þar sem ég bý til nýtt skraut fyrir hvert ár, en við skulum nú sjá hvernig mér tekst að möndla það um næstu jól! 🙂

Hugmyndin kviknaði þegar ég rakst á skemmtilega uppskrift á netinu. Hérna má nálgast mynstrið.

Ég náði mér í rauðan þráð og saumaði það í:

Svo datt mér í hug að það væri gaman að búa til fylltan púða og hengja á jólatréð. Þá fann ég mér efnisbút í bakgrunninn og borða til að hengja upp með.

Ég sneri „réttunum“ á efninu saman og títaði niður. Borðann setti ég inn á milli þannig að hann sneri ofan í:

Þá kom hann svona út þegar ég var búin að sauma saman.

Ég skildi eftir eina hlið ósaumaða á púðanum til að koma tróðinu inn í. Það er hægt að nota allt mögulegt í tróð: efnisbúta, bómullarhnoðra o.s.frv.

Fyrsta ártalsskrautið komið upp – reyndar ekki á jólatréð, en verður sett þangað innan skamms! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: